Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Matarmarkaður Búrsins haldinn í tíunda sinn

Höfundur: smh

Matarmarkaður Búrsins verður haldinn laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars í Hörpu. Þetta var í tíunda skiptið sem þessi matarmarkaðshátíð er haldin á Íslandi. Samhliða fer fram úrslitakeppni Food and fun-kokkakeppninnar, í Norðuljósasal Hörpu.

Hátt í 50 aðilar kynna vörur sínar á matarmarkaðnum, bændur, sjómenn og smáframleiðendur. Veitingastaðurinn Matur og Drykkur verður með „pop-up bar“ og snakk á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og opið frá 11-17 báða daga. 

Saltað hrossakjöt, heitreyktur makríll og lifrarkæfa

Meðal þátttakenda í ár eru sauðfjárbúið Ytra-Hólmi​, ​sem koma með ýmislegt góðgæti eins og grafið ærkjöt, tvíreykt hangikjöt, ærhakk, bjúgu, saltað hrossakjöt, marinerað hrossafille og marineraða lambaframparta​.​ Bændurnir á Bjarteyjarsandi koma með góðgæti úr eigin framleiðslu. Barnamaturinn frá þeim Rakelu Garðarsdóttir og Hrefnu Sætran sem framleiddur er undir vörumerkinu VAKANDI verður kynntur.

Erpstaðir í Dölum verða með sínar eftirsóttu mjólkurvörur; ísinn, konfekt og aðrar krásir. Kokkhúsið verður með ýmsar útgáfur af Hólableikju. Ljómlind verður með nautakjöt, grafið ærfille og fleira. Heitreyktur makríll frá Ómari á Hornafirði er fastagestur á þessum markaði, sem og reyktur regnbogasilungur. Steðji kemur með óáfenga bjórinn sinn Radler. Svo verður félag kjötiðnaðarmanna með lifrarkæfusmakk á sunnudeginum. Þar fá mataráhugamenn tækifæri til að velja bestu lifrarkæfu ársins. Þá verður gamall uppgerður traktor fyrir utan höllina ásamt Tuddanum sem býður upp á hamborgara sem gerðir eru úr kjöti af holdanautgripum –  sem eru að öllu leyti grasfóðraðir.  

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...