Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Matarmarkaður Búrsins haldinn í tíunda sinn

Höfundur: smh

Matarmarkaður Búrsins verður haldinn laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars í Hörpu. Þetta var í tíunda skiptið sem þessi matarmarkaðshátíð er haldin á Íslandi. Samhliða fer fram úrslitakeppni Food and fun-kokkakeppninnar, í Norðuljósasal Hörpu.

Hátt í 50 aðilar kynna vörur sínar á matarmarkaðnum, bændur, sjómenn og smáframleiðendur. Veitingastaðurinn Matur og Drykkur verður með „pop-up bar“ og snakk á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og opið frá 11-17 báða daga. 

Saltað hrossakjöt, heitreyktur makríll og lifrarkæfa

Meðal þátttakenda í ár eru sauðfjárbúið Ytra-Hólmi​, ​sem koma með ýmislegt góðgæti eins og grafið ærkjöt, tvíreykt hangikjöt, ærhakk, bjúgu, saltað hrossakjöt, marinerað hrossafille og marineraða lambaframparta​.​ Bændurnir á Bjarteyjarsandi koma með góðgæti úr eigin framleiðslu. Barnamaturinn frá þeim Rakelu Garðarsdóttir og Hrefnu Sætran sem framleiddur er undir vörumerkinu VAKANDI verður kynntur.

Erpstaðir í Dölum verða með sínar eftirsóttu mjólkurvörur; ísinn, konfekt og aðrar krásir. Kokkhúsið verður með ýmsar útgáfur af Hólableikju. Ljómlind verður með nautakjöt, grafið ærfille og fleira. Heitreyktur makríll frá Ómari á Hornafirði er fastagestur á þessum markaði, sem og reyktur regnbogasilungur. Steðji kemur með óáfenga bjórinn sinn Radler. Svo verður félag kjötiðnaðarmanna með lifrarkæfusmakk á sunnudeginum. Þar fá mataráhugamenn tækifæri til að velja bestu lifrarkæfu ársins. Þá verður gamall uppgerður traktor fyrir utan höllina ásamt Tuddanum sem býður upp á hamborgara sem gerðir eru úr kjöti af holdanautgripum –  sem eru að öllu leyti grasfóðraðir.  

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f