Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mast með nýja síðu um lög og reglur
Fréttir 14. apríl 2015

Mast með nýja síðu um lög og reglur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja vefsíðu yfir lög og reglur sem stofnunin framfylgir og starfar eftir.

Markmið síðunnar er að auðvelda eftirlitsþegum og almenningi aðgengi að lögum og reglum sem varða starfssvið Matvælastofnunar.

Á síðunni er hægt að nálgast löggjöf um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð, fóður og önnur viðfangsefni stofnunarinnar, alls um 31 lagabálk og 600 reglugerðir.

Helstu nýmæli eru að nú eru öll lög og reglugerðir birtar saman á einni síðu með öflugri leitarvél og möguleika á að raða efni í tímaröð, eftir flokkum eða eftir heiti. Breytingar sem gerðar eru á reglugerðum birtast eingöngu þegar stofnreglugerðin er valin og í þeim tilvikum þar sem reglugerð byggir á Evrópulöggjöf eru númer þeirra reglugerða sýnileg og slóð á hverja gerð fyrir sig.

Ný upplýsingasíða Matvælastofnunar yfir lög og reglur

 

Skylt efni: Mast | lög og reglur

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...