Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mast með nýja síðu um lög og reglur
Fréttir 14. apríl 2015

Mast með nýja síðu um lög og reglur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja vefsíðu yfir lög og reglur sem stofnunin framfylgir og starfar eftir.

Markmið síðunnar er að auðvelda eftirlitsþegum og almenningi aðgengi að lögum og reglum sem varða starfssvið Matvælastofnunar.

Á síðunni er hægt að nálgast löggjöf um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð, fóður og önnur viðfangsefni stofnunarinnar, alls um 31 lagabálk og 600 reglugerðir.

Helstu nýmæli eru að nú eru öll lög og reglugerðir birtar saman á einni síðu með öflugri leitarvél og möguleika á að raða efni í tímaröð, eftir flokkum eða eftir heiti. Breytingar sem gerðar eru á reglugerðum birtast eingöngu þegar stofnreglugerðin er valin og í þeim tilvikum þar sem reglugerð byggir á Evrópulöggjöf eru númer þeirra reglugerða sýnileg og slóð á hverja gerð fyrir sig.

Ný upplýsingasíða Matvælastofnunar yfir lög og reglur

 

Skylt efni: Mast | lög og reglur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f