Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mast með nýja síðu um lög og reglur
Fréttir 14. apríl 2015

Mast með nýja síðu um lög og reglur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja vefsíðu yfir lög og reglur sem stofnunin framfylgir og starfar eftir.

Markmið síðunnar er að auðvelda eftirlitsþegum og almenningi aðgengi að lögum og reglum sem varða starfssvið Matvælastofnunar.

Á síðunni er hægt að nálgast löggjöf um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð, fóður og önnur viðfangsefni stofnunarinnar, alls um 31 lagabálk og 600 reglugerðir.

Helstu nýmæli eru að nú eru öll lög og reglugerðir birtar saman á einni síðu með öflugri leitarvél og möguleika á að raða efni í tímaröð, eftir flokkum eða eftir heiti. Breytingar sem gerðar eru á reglugerðum birtast eingöngu þegar stofnreglugerðin er valin og í þeim tilvikum þar sem reglugerð byggir á Evrópulöggjöf eru númer þeirra reglugerða sýnileg og slóð á hverja gerð fyrir sig.

Ný upplýsingasíða Matvælastofnunar yfir lög og reglur

 

Skylt efni: Mast | lög og reglur

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.