Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forsíðan á bæklingnum.
Forsíðan á bæklingnum.
Fréttir 4. febrúar 2016

Markmiðið er að bæta öryggismenningu til sveita

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Fræðsluefni um öryggismál og vinnuvernd verður dreift á öll lögbýli á næstu dögum. Markmiðið er meðal annars að efla öryggi og heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði og fækka slysum. 
 
Bæklingurinn „Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði“ er þýddur og staðfærður úr norsku leiðbeiningaefni. Í honum eru meðal annars kaflar um brunavarnir, dráttarvélar, slysavarnir, heilsufar, búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá er stuttur kafli í ritinu sem fjallar um mikilvægi ásýndar búsins og góðrar umgengni.
 
Búum vel
 
Á síðustu þremur árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við búnaðarsambönd rekið vinnuverndarverkefnið „Búum vel“. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur heimsótt á annað hundrað bændur og farið yfir öryggis- og vinnuverndarmálin með þeim. Tillögur til úrbóta voru ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heimsóknirnar er unnið úr upplýsingunum hjá BÍ og útbúin skýrsla sem send er til bóndans.
 
Áfram verður boðið upp á úttektir á búum á þessu ári en fyrir þær greiða bændurnir kr. 7.500.
Vátryggingafélag Íslands hefur stutt dyggilega við bakið á vinnuverndarverkefninu og Framleiðnisjóður komið að þróun þess. Þeir sem hafa áhuga á að fá heimsókn og fara yfir þennan mikilvæga málaflokk er bent á að hafa samband við sitt búnaðarsamband. 
 
Nýi vinnuverndarbæklingurinn verður sem fyrr segir sendur til bænda á næstu dögum en hann er jafnframt aðgengilegur á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: vinnuvernd

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.