Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Forsíðan á bæklingnum.
Forsíðan á bæklingnum.
Fréttir 4. febrúar 2016

Markmiðið er að bæta öryggismenningu til sveita

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Fræðsluefni um öryggismál og vinnuvernd verður dreift á öll lögbýli á næstu dögum. Markmiðið er meðal annars að efla öryggi og heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði og fækka slysum. 
 
Bæklingurinn „Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði“ er þýddur og staðfærður úr norsku leiðbeiningaefni. Í honum eru meðal annars kaflar um brunavarnir, dráttarvélar, slysavarnir, heilsufar, búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá er stuttur kafli í ritinu sem fjallar um mikilvægi ásýndar búsins og góðrar umgengni.
 
Búum vel
 
Á síðustu þremur árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við búnaðarsambönd rekið vinnuverndarverkefnið „Búum vel“. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur heimsótt á annað hundrað bændur og farið yfir öryggis- og vinnuverndarmálin með þeim. Tillögur til úrbóta voru ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heimsóknirnar er unnið úr upplýsingunum hjá BÍ og útbúin skýrsla sem send er til bóndans.
 
Áfram verður boðið upp á úttektir á búum á þessu ári en fyrir þær greiða bændurnir kr. 7.500.
Vátryggingafélag Íslands hefur stutt dyggilega við bakið á vinnuverndarverkefninu og Framleiðnisjóður komið að þróun þess. Þeir sem hafa áhuga á að fá heimsókn og fara yfir þennan mikilvæga málaflokk er bent á að hafa samband við sitt búnaðarsamband. 
 
Nýi vinnuverndarbæklingurinn verður sem fyrr segir sendur til bænda á næstu dögum en hann er jafnframt aðgengilegur á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: vinnuvernd

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...