Málþing um ábyrga ferðaþjónustu: Öxlum ábyrgð - Hvað get ég gert?
Málþing um ábyrga ferðamennsku sem ber yfirskriftina: Öxlum ábyrgð - Hvað get ég gert? verður haldið fimmtudaginn 4. maí, frá kl. 15-17 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Það er Ferðafélag Íslands og Landgræðslan sem standa að málþinginu þar sem fjallað verður um hlutverk útivistarfélaga og ferðaþjónustunnar í að vernda og tryggja aðgengi að náttúrunni. Fundurinn er haldinn í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélagsins og er ókeypis og öllum opinn.
Dagskrá málþingsins:
15:00 Setning
15:05 Gönguleiðir og verndun náttúrunnar – Hvað getum við gert?
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ
15:20 Gætum velferðar landsins – Sýn ferðaþjónustunnar
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland / Ferðaþjónusta bænda og stjórnarformaður Íslenska Ferðaklasans
15:35 Helping the Hills – Raising conservation awareness
Helen Lawless, Mountaineering Ireland
16:00 Kaffihlé
16:15 Gæði og gönuhlaup – Nýting, ábyrgð, áskoranir
Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins
16:35 Umræður – Nýting og ábyrgð
16:55 Samantekt
17:00 Málþingi slitið