Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir haustið hafa verið með ólíkindum blautt.
Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir haustið hafa verið með ólíkindum blautt.
Mynd / smh
Fréttir 20. nóvember 2015

Látlaus bleytutíð í haust hefur leikið kornbændur grátt

Höfundur: smh
Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir að því miður sé útlitið mjög slæmt fyrir þetta kornræktarár. 
 
„Þetta hangir allt saman; víða á Suður- og Vesturlandi hefur ekki tekist að skera kornið vegna mikillar vætutíðar, og því verður skaðinn af völdum fugla meiri. Í árferði sem maður myndi segja að væri æskilegt þá væri búið að skera kornið að mestu leyti áður en fuglinn kemur í þessum mæli sem nú er. Ég veit til þess að nokkrir ræktendur sem teljast með þeim stærri á Suðurlandi hafa ekkert getað skorið ennþá.“ 
 
Eitt versta kornræktarár
 
„Það er eiginlega með ólíkindum að það skuli ekki koma einn einasti þurr dagur núna í margar vikur. Þetta er alveg einstætt haust. Síðan ég byrjaði í þessu hef ég varla upplifað annað eins – að það komi ekki þurr dagur sem hægt væri að nota. Það er ekki bara hvað kornið er blautt sem veldur vandræðum, heldur eru akrarnir margir hverjir ófærir vegna bleytu. Í ljósi þess að svo illa fór í Eyjafirði í haust – og einnig í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi – þá er útlitið núna að þetta verði með verstu kornræktarárum sem ég man eftir. Það fór þó betur en á horfðist í Skagafirði og í Húnavatnssýslum,“ segir Jónatan.
 
Ekkert í hús af 170 hekturum
 
Í landi svínabúsins Mela í Melasveit er umfangsmikil kornrækt – líklega sú umfangsmesta á Íslandi í dag – með um 170 hektara undir. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri hjá Stjörnugrís, sem rekur svínabúið, sagði í annarri viku nóvembermánaðar að ekki hefði tekist að ná neinu í hús. 
 
„Við horfum fram á tækifæri núna á allra næstu dögum og munum nýta það til að skera það sem hægt verður að skera,“ segir Geir Gunnar. Þetta er þriðja árið okkar og það hefur gengið illa öll árin. Það er gríðarlegur ágangur fugla og er álftin líklega mesti skaðvaldurinn. Við erum í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í alls kyns veiði, þar á meðal gæsaveiði, og menn hafa verið duglegir að skjóta á gæs og önd – en það dugir skammt til.
 
Veðráttan er aldrei eins þannig að það gerir okkur mjög erfitt um vik. Við erum lítið fyrir það að gefast upp þannig að við erum í þessu til framtíðar enda eigum við landið, skítinn og einhverjar græjur í kringum þetta. Við þurfum tilfinnanlega hálminn í svínaræktina til undirburðar og því er þetta komið til að vera. Umfangið verður þó kannski ekki miklu meira en þetta,“ segir Geir Gunnar. 
 

Skylt efni: kornbændur | kornrækt

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...