Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Mynd / gbe
Fréttir 25. janúar 2024

Lánafyrirgreiðsla lýtur ekki fjármálaeftirliti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjármálastarfsemi samvinnufélaga lýtur ekki sama eftirliti og lánastarfsemi fjármálafyrirtækja.

Þrátt fyrir að veita bændum fyrirgreiðslur og langtímalán hafa hvorki Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa né menningar- og viðskiptaráðuneytið eftirlitsskyldu gagnvart slíkri starfsemi.

Kúabóndi sem gagnrýndi aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur í síðasta tölublaði Bændablaðsins telur að bændur og ríkisvaldið þurfi að varða leið út úr því sem hann kallar öngstræti í átt að farsælla fyrirkomulagi mjólkurframleiðslunnar.

Tilgangur samvinnufélagsins KS er meðal annars að efla atvinnulíf á starfssvæði sínu með beinni og óbeinni þátttöku félagsins. Það gerir félagið meðal annars með því að aðstoða félagsmenn sína við kaup á mjólkurkvóta, enda er framleiðslugeta fjósa á svæðinu orðin umfram þann framleiðslurétt sem margir eiga.

Í reynd er þetta staðan víðar um land. Snorri Sigurðsson, sérfræðingur í nautgriparækt, telur að tæknileg framleiðslugeta fjósa landsins sé afar vannýtt, ekki eingöngu í Skagafirði. Nýting á Íslandi sé ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin og búnaðurinn sem fjárfest hefur verið í ræður í raun og veru við.

Við þá heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði sem nú er í farvatninu gefst stjórnvöldum tækifæri til að skoða þennan aðstöðumun og gagnsemi þeirrar framleiðslustýringar sem nú er við lýði í mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar á síðum 20 - 23 í nýútkomnu Bændablaði.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...