Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 14. desember 2015

Lækjarmót besta ræktunarbúið

Uppskeruhátíð Hrossaræktar­samtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir skemmstu. 
 
Veittar voru ýmsar viðurkenningar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð. Þá var að auki boðið upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og skemmtun. Tókst hátíðin hið besta í alla staði að því er fram kemur á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Titilinn knapi ársins hlaut Ísólfur L. Þórisson en hann varð í fyrsta sæti í 1. flokki. Ísólfur hlaut þennan titil líka í fyrra. Í öðru sæti var James Bóas Faulkner og í þriðja sæti var Tryggvi Björnsson.
 
Þorgeir Jóhannesson hlaut titilinn knapi ársins í 2. flokki, Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti og Sigrún Eva Þórisdóttir í því þriðja. Í ungmennaflokki var Birna Olivia Agnarsdóttir í fyrsta sæti, Kristófer Smári Gunnarsson í öðru sæti og Fanndís Ósk Pálsdóttir í þriðja sæti.
 
Hæst dæmdi stóðhesturinn var Brimnir frá Efri-Fitjum með aðaleinkunnina 8,45. Hæst dæmda hryssan var Snilld frá Syðri-Völlum með aðaleinkunnina 8,37.
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Hestamannafélaginu Þyti var haldin á Gauksmýri. Um  60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu á síðasta starfsári.
 
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapana í barnaflokki annars vegar og unglingaflokki hins vegar. Eysteinn Tjörvi Kristinsson var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Í öðru sæti var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ingvar Óli Sigurðsson í því þriðja. Í unglingaflokki var Karitas Aradóttir stigahæsti knapinn, Eva Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Anna Herdís Sigurbjartsdóttir í þriðja sæti.

4 myndir:

Skylt efni: Hrossarækt

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...