Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Mynd / Norðangátt.is
Fréttir 7. apríl 2016

Kótelettukvöld skilaði þremur milljónum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á Kótelettukvöldi á Hvammstanga, en til þess efndi Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björg og fleiri. Kótelettukvöldið var liður í söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga.
 
Allir þeir sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og skemmtu á samkomunni gáfu vinnu sína, að því er fram kemur á vefnum Norðanátt. Sömu sögu er að segja af öllu hráefni, ásamt afnotum af húsnæði og tækjum. Allt lagt til án endurgjalds.
 
Innkoman af þessum viðburði var ríflega þrjár milljónir króna, m.a. með aðgangseyri, styrktarlínum í dagskrárbæklingi, sölu á bar og uppboði á listmunum og handverki úr héraði. Að viðbættum frjálsum framlögum frá sveitarfélagi, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum nemur upphæðin nær 4 milljónum króna.
 
Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Daníel Geir Sigurðsson og Skúli Einarsson sáu um dinnermúsík á meðan kóteletturnar runnu ljúft niður. Meðal annarra sem fram komu voru Karlakórinn Lóuþrælar, Kirkjukór Hvammstanga, Lillukórinn, atriði úr söngleiknum Súperstar (í flutningi Hrafnhildar Kristínar Jóhannsdóttur, Ingibjargar Jónsdóttur og Daníels Geirs Sigurðsonar), Leikflokkurinn Hvammstanga og Hljómsveit Geirs Karlssonar.
 
Góð stemning var á kótelettukvöldinu og að því er fram kemur á Norðanátt hló salurinn meira og minna allt kvöldið, enda framreiddu veislustjórarnir, Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon, brandarana fagmannlega ofan í veislugesti. 

6 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...