Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Mynd / Norðangátt.is
Fréttir 7. apríl 2016

Kótelettukvöld skilaði þremur milljónum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á Kótelettukvöldi á Hvammstanga, en til þess efndi Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björg og fleiri. Kótelettukvöldið var liður í söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga.
 
Allir þeir sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og skemmtu á samkomunni gáfu vinnu sína, að því er fram kemur á vefnum Norðanátt. Sömu sögu er að segja af öllu hráefni, ásamt afnotum af húsnæði og tækjum. Allt lagt til án endurgjalds.
 
Innkoman af þessum viðburði var ríflega þrjár milljónir króna, m.a. með aðgangseyri, styrktarlínum í dagskrárbæklingi, sölu á bar og uppboði á listmunum og handverki úr héraði. Að viðbættum frjálsum framlögum frá sveitarfélagi, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum nemur upphæðin nær 4 milljónum króna.
 
Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Daníel Geir Sigurðsson og Skúli Einarsson sáu um dinnermúsík á meðan kóteletturnar runnu ljúft niður. Meðal annarra sem fram komu voru Karlakórinn Lóuþrælar, Kirkjukór Hvammstanga, Lillukórinn, atriði úr söngleiknum Súperstar (í flutningi Hrafnhildar Kristínar Jóhannsdóttur, Ingibjargar Jónsdóttur og Daníels Geirs Sigurðsonar), Leikflokkurinn Hvammstanga og Hljómsveit Geirs Karlssonar.
 
Góð stemning var á kótelettukvöldinu og að því er fram kemur á Norðanátt hló salurinn meira og minna allt kvöldið, enda framreiddu veislustjórarnir, Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon, brandarana fagmannlega ofan í veislugesti. 

6 myndir:

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...