Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar
Fréttir 16. febrúar 2016

Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar

Nú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. 
 
Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.
 
Kjörskrár fyrir kosningar um nýja búvörusamninga fyrir sauðfjárafurðir annars vegar og nautgriparækt hins vegar verða aðgengilegar á Bændatorginu frá og með 15. febrúar.  Allir sem hafa aðgang að því geta frá og með þeim tíma skoðað hvort þeir eru á kjörskrá. Bændatorgið er aðgengilegt frá heimasíðu BÍ, www.bondi.is. Þeir sem ekki hafa nú þegar aðgang að því geta stofnað aðgang með nýskráningu í gegnum www.island.is. Fyrirspurnum um kjörskrár er einnig hægt að beina til Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda eða Landssambands kúabænda.  
 
Á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um nýjan samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar eru þeir sem fengu einhvers konar greiðslur úr samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur. Að auki eru á kjörskrá þeir sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur. 
 
Um sauðfjársamning hafa atkvæðisrétt allir sem fengu greiðslur úr sauðfjársamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gæðastýringarálag, vaxta- og geymslugjald, ullarniðurgreiðslur, svæðisbundnar greiðslur og greiðslur skv. 64 ára reglu. Einnig aðilar sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur.
 
Félagsaðild miðast við 22. febrúar 2016. Þeir sem telja sig eiga að vera á kjörskrá samkvæmt ofangreindu en birtast þar ekki geta sent erindi þess efnis ásamt rökstuðningi til kjörstjórnar kosninganna. Í kjörstjórn sitja: Erna Bjarnadóttir (eb@bondi.is), Baldur Helgi Benjamínsson (bhb@naut.is) og Svavar Halldórsson (svavar.halldorsson@bondi.is). 
 
Kærufrestur er til 27. febrúar 2016. Áformað er að kosning um samningana fari fram rafrænt í gegnum Bændatorgið. Póstkosning er í boði fyrir þá sem þess óska. Óskum um póstatkvæði þarf að koma til Bændasamtaka Íslands (sími 563-0300) eða til kjörstjórnar fyrir 27. febrúar nk.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...