Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
Fréttir 22. nóvember 2021

Ísteka rannsakar vinnubrögð birgja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arnþór Guðlaugsson framkvæmdarstjóri Ísteka sendir í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu í framhaldi dreifingu myndbands sem sýnir harkalegar aðferðir við blóðtöku hryssa.

„Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum með það að markmiði að tryggja að svona vinnubrögð leggist af.

Ísteka er líftæknifyrirtæki sem framleiðir lyfjaefni úr blóði. Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta  jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni.

Bent er á vefsíðuna isteka.is og fésbókarsíðu fyrirtækisins fyrir nánari upplýsingar.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.