Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
Fréttir 22. nóvember 2021

Ísteka rannsakar vinnubrögð birgja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arnþór Guðlaugsson framkvæmdarstjóri Ísteka sendir í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu í framhaldi dreifingu myndbands sem sýnir harkalegar aðferðir við blóðtöku hryssa.

„Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum með það að markmiði að tryggja að svona vinnubrögð leggist af.

Ísteka er líftæknifyrirtæki sem framleiðir lyfjaefni úr blóði. Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta  jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni.

Bent er á vefsíðuna isteka.is og fésbókarsíðu fyrirtækisins fyrir nánari upplýsingar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...