Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum
Mynd / MS
Fréttir 23. október 2018

Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum

Höfundur: Fréttatilkynning frá MS

Íslenskir ostadagar standa yfir dagana 15.-31. október á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á dögunum verður fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu Ostóber. „Osta-matseðlar“ veitingastaðanna eru fjölbreyttir og eru allt milli þess að vera smakk milli rétta til þriggja rétta matseðla þar sem osturinn fær að njóta sín í aðalhlutverki. Þá eru pop-up veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í mathöllunum á Granda og Hlemmi þar sem ostarnir fá að njóta sín.

Gull Tindur í boði í Hveragerði

Skyrgerðin Hveragerði er einn þeirra veitingastaða sem tekur þátt með þriggja rétta matseðil með ostaréttum. Í aðalréttinn á matseðli Skyrgerðarinnar er notaður nýr ostur sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið Gull Tindur. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu mjólkurbús KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Verður spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum Skyrgerðarinnar sem panta réttinn, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Landakort af stöðunum sem eru með í Ostóber.


Starfsfólk pop-up staðs ostabúðarinnar á Hlemmi að skera Gull Tind, osturinn er framleiddur í Skagafirði.


Hægt er að fá ostabakka á Hlemmi með úrvali af ostum og meðlætið er frumlegt, mulið kaffi, hunang, ólívur, bláber og jarðarber.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...