Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum
Mynd / MS
Fréttir 23. október 2018

Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum

Höfundur: Fréttatilkynning frá MS

Íslenskir ostadagar standa yfir dagana 15.-31. október á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á dögunum verður fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu Ostóber. „Osta-matseðlar“ veitingastaðanna eru fjölbreyttir og eru allt milli þess að vera smakk milli rétta til þriggja rétta matseðla þar sem osturinn fær að njóta sín í aðalhlutverki. Þá eru pop-up veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í mathöllunum á Granda og Hlemmi þar sem ostarnir fá að njóta sín.

Gull Tindur í boði í Hveragerði

Skyrgerðin Hveragerði er einn þeirra veitingastaða sem tekur þátt með þriggja rétta matseðil með ostaréttum. Í aðalréttinn á matseðli Skyrgerðarinnar er notaður nýr ostur sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið Gull Tindur. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu mjólkurbús KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Verður spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum Skyrgerðarinnar sem panta réttinn, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Landakort af stöðunum sem eru með í Ostóber.


Starfsfólk pop-up staðs ostabúðarinnar á Hlemmi að skera Gull Tind, osturinn er framleiddur í Skagafirði.


Hægt er að fá ostabakka á Hlemmi með úrvali af ostum og meðlætið er frumlegt, mulið kaffi, hunang, ólívur, bláber og jarðarber.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...