Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum
Mynd / MS
Fréttir 23. október 2018

Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum

Höfundur: Fréttatilkynning frá MS

Íslenskir ostadagar standa yfir dagana 15.-31. október á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á dögunum verður fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu Ostóber. „Osta-matseðlar“ veitingastaðanna eru fjölbreyttir og eru allt milli þess að vera smakk milli rétta til þriggja rétta matseðla þar sem osturinn fær að njóta sín í aðalhlutverki. Þá eru pop-up veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í mathöllunum á Granda og Hlemmi þar sem ostarnir fá að njóta sín.

Gull Tindur í boði í Hveragerði

Skyrgerðin Hveragerði er einn þeirra veitingastaða sem tekur þátt með þriggja rétta matseðil með ostaréttum. Í aðalréttinn á matseðli Skyrgerðarinnar er notaður nýr ostur sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið Gull Tindur. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu mjólkurbús KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Verður spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum Skyrgerðarinnar sem panta réttinn, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Landakort af stöðunum sem eru með í Ostóber.


Starfsfólk pop-up staðs ostabúðarinnar á Hlemmi að skera Gull Tind, osturinn er framleiddur í Skagafirði.


Hægt er að fá ostabakka á Hlemmi með úrvali af ostum og meðlætið er frumlegt, mulið kaffi, hunang, ólívur, bláber og jarðarber.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...