Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Fréttir 10. febrúar 2016

Íslenski lambapelsinn NORA kominn í sölu

NORA, pels sem er alfarið hannaður og framleiddur hér á landi úr íslenskum gærum, er kominn í sölu á Epal og á heimasíðu NORA, www.nora.is. 
 
NORA-pelsinn er framleiddur úr íslenskum gærum, sem eru sútaðar í Loðskinni á Sauðárkróki. Ingibjörg Finnbogadóttir hannar pelsana og þeir eru saumaðir á verkstæði NORU í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Fyrsti hluti framleiðslunnar, sem er eingöngu hvítir pelsar, var framleiddur úr gærum frá Norðlenska sem styrkti framleiðsluna. Næsta skref er svo að bæta við fleiri litum og sniðum. 
 
Hugmyndin á bakvið NORA er að endurvekja velgengni íslenska lambapelsins, sem var vinsæl flík hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Einnig er horft til þess að auka verðmæti íslenskra gæra með því að gera eftirsóknarverða flík úr þessu góða og hlýja hráefni. 
 
Stofnendur NORA eru Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur. 

3 myndir:

Skylt efni: lambapels

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...