Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska fánaröndin er skráð vörumerki
Á faglegum nótum 6. febrúar 2017

Íslenska fánaröndin er skráð vörumerki

Höfundur: Katrín María Andrésdóttir
Í maí 2006 gekk Samband garðyrkjubænda til þess verks að skrá íslensku fánaröndina og dropamerki í íslensku fánalitunum hjá Einkaleyfastofu. Merkin höfðu þá verið í notkun meðal framleiðenda garðyrkjuafurða frá árinu 2003, einkum íslenska fánaröndin.  Dropinn er hins vegar uppistaða í félagsmerki Sambands garðyrkjubænda.
 
Þetta þýðir með öðrum orðum að þessi tvö merki eru eign Sambands garðyrkjubænda og einkaleyfisvarin sem slík. Þannig má enginn nota þau eða önnur mjög áþekk merki til að kynna vöru eða þjónustu, án þess að fyrir liggi leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. Samband garðyrkjubænda hefur veitt félögum sínum, og aðilum sem selja afurðir þeirra, leyfi til notkunar merkisins, gegn skriflegum samningum þar sem notendur undirgangast reglur félagsins um notkun merkjanna.
 
Merkin voru á sínum tíma skráð á grundvelli markaðsfestu og taka til sölu og kynningar á öllum þeim vörum sem um getur í þeim flokkum sem skráningin nær yfir. Það nær meðal annars yfir landbúnaðar- garðræktar- og skógræktarafurðir, grænmeti, ávexti hvort sem um er að ræða nýtt eða þurrkað, ávaxtahlaup, sultur, grauta, matarolíur, matarfeiti, svo og fræ, lifandi plöntur og blóm.
 
Táknar innlendan uppruna
 
Íslenska fánaröndin mun í framtíðinni tákna innlendan uppruna og að framleiðendur fylgi ákveðnum gæðaferlum. 
 
Ástæða þess að félagar í Sambandi garðyrkjubænda hófu að nota sitt eigið vörumerki með skírskotun í íslenska þjóðfánann var fyrst og fremst eftirspurn kaupenda eftir upplýsingum um uppruna vöru.
Sú umræða að neytendur eigi rétt á því að vita um uppruna og hvaðan varan kemur er ekki ný af nálinni og garðyrkjubændur svöruðu kallinu með því að merkja afurðir sínar með íslensku fánaröndinni.  
Íslenska fánaröndin táknar að varan er íslensk að uppruna og þeir sem selja undir merkjum íslensku fánarandarinnar eiga skýlaust að hafa til þess leyfi Sambands garðyrkjubænda.
 
Nú stendur yfir vinna við innleiðingu gæðahandbókar í íslenskri garðyrkju og endurskoðun á reglum fyrir íslensku fánaröndina.  Markmiðið er að í framtíðinni muni íslenska fánaröndin ekki einvörðungu tákna innlendan uppruna, heldur einnig að þeir sem nota merkið fylgi fyrirfram ákveðnum gæðaferlum. Verið er að leggja lokahönd á þróun og innleiðingu gæðahandbókarinnar og úttektarferla vegna þess en vænta má að gæðahandbókin og úttektarferlar verði birtir opinberlega þegar þau gögn liggja fyrir í endanlegri mynd.
Eins og gefur að skilja er nauðsynlegt að úttekt á notkun gæðahandbókar sé í höndum utanaðkomandi aðila. Þegar hefur Samband garðyrkjubænda hafið samstarf við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vegna þessa.
 
Skráð vörumerki njóta verndar
 
Á umliðnum árum hefur Samband garðyrkjubænda þurft að hafa nokkuð fyrir því að verja merki sín gegn ágangi þeirra sem hagnast vilja á þeirri velvild sem innlendar afurðir og íslensk garðyrkja njóta meðal neytenda. Skráð vörumerki njóta verndar með ámóta hætti og hugverk samkvæmt lögum um vörumerki nr. 45/1997 og lögum um einkaleyfi nr. 17/1991 (sjá á vef Alþingis, www.althingi.is).
 
Fjölmörg dæmi eru um að höfð hafi verið afskipti af aðilum sem notað hafa fánaröndina eða dropann, eða merki mjög áþekk þeim, í heimildarleysi. Stundum hefur verið um að ræða hreint gáleysi og hefur notkun þá verið hætt að undangengnum vinsamlegum ábendingum.  Góðfúsleg tilmæli hafa þó ekki alltaf dugað til.  Árið 2010 féll dómur í Hæstarétti þar sem staðfest var sú vörn sem í einkaleyfi felst og heimildaleysi annarra til notkunar á merkinu án leyfis eiganda. Nánar má lesa um það í dómaskrá Hæstaréttar á vefnum www.haestirettur.is.
 
Íslenski þjóðfáninn 
 
Í apríl síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um íslenska þjóðfánann.  Nú er, samkvæmt ákveðnum skilyrðum, heimilt að nota þjóðfánann til kynningar á vörum og þjónustu enda „sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk og fánanum ekki óvirðing gerð“ eins og segir í lögunum.  
 
Þessi breyting á lögum um þjóðfánann fellir ekki úr gildi það einkaleyfi sem Samband garðyrkjubænda hefur á skráðum vörumerkjum sínum og það er grundvallarmunur á því hvort vara er merkt íslensku fánaröndinni eða íslenska þjóðfánanum.
 
Mikilvægt er að neytendur viti ævinlega hvort varan er íslensk og þá að hvaða marki.
Það er ástæða til að hvetja alla til að halda vöku sinni varðandi merkingar og kynningu á vörum og þjónustu og snúa sér eftir atvikum til seljenda, framleiðenda eða Neytendastofu, telji þeir einhverju áfátt í þeim efnum.

3 myndir:

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...