Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skakkaföll í skógum
Mynd / SÁ
Í deiglunni 15. nóvember 2023

Skakkaföll í skógum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skógar landsins komu ekki sérlega vel undan árinu sem er að líða en trjávöxtur var í meðallagi miðað við fyrri ár.

„Nokkur skakkaföll urðu í skógum landsins á árinu,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

„Allmiklar skemmdir og nokkur afföll voru á nýgróðursettum plöntum í vetrarveðrum, sérstaklega á Suðurlandi, en mikla storma gerði í janúar. Vorfrost í apríl og maí eftir vetrarhlýindi ollu kali á viðkvæmum asparklónum á Norðurlandi en ekki tiltakanlegum skemmdum á trjágróðri þegar á heildina er litið. Hins vegar gerði mikið saltveður í vestanroki um hvítasunnu og meiri skemmdir urðu á nýlaufguðum trjám á Vesturlandi en við höfum séð í mörg ár.

Bundnar vonir við náttúrulegan óvin birkiþélunnar

Júnímánuður var síðan kaldur á vestanverðu landinu þannig að trén voru lengi að ná sér. Svo rættist úr restinni af sumrinu og trén náðu sér að miklu leyti.

Á ýmsu gekk í veðrum ársins, eins og verða vill, og skógar döfnuðu misvel eftir landshlutum.

Annars staðar á landinu urðu ekki skemmdir í hvítasunnuveðrinu og á landinu austanverðu var maí ágætur og júní sá hlýjasti sem mælst hefur.

Þó að júlí og ágúst hafi verið slakari þeim megin á landinu dugði hitinn í júní til þess að vöxtur trjáa varð þar ágætur,“ segir Þröstur jafnframt.

Enn bar talsvert á skemmdum af völdum birkikembu og birkiþélu en Þröstur segir góðu fréttirnar þær að fundist hafi náttúrulegur óvinur birkiþélu á landinu (sníkjuvespa) þannig að vonandi haldi þær skemmdir ekki áfram að ágerast.

Aðrar skemmdir af völdum skordýra eða sveppsjúkdóma hafi ekki verið meiri en venjulega ef frá sé talið að asparryð var mjög áberandi austur á Héraði þetta haust.

Góð tíð hér og hvar vó á móti skemmdum

„Þegar á heildina er litið var sumarið sennilega í meðallagi hvað varðar trjávöxt því góð tíð sem skiptist vel milli landshluta vó á móti skemmdum,“ segir Þröstur.

Að hans sögn er of snemmt að segja nokkuð um hversu mikið var gróðursett af trjám í ár þar sem þær hafa ekki verið teknar saman hjá Skógræktinni enn sem komið er.

Sama gildi um tölur varðandi trjáfellingar enda grisjun enn
í gangi.

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...