Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvenær þarf maður hjálp við vinnu?
Fréttir 29. mars 2016

Hvenær þarf maður hjálp við vinnu?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á heilli mannsævi eru misjöfn verk sem hver og einn þarf að vinna og alltaf má finna menn sem vilja gera allt sjálfir, einir og án hjálpar. Við lestur á ýmsum forvarnarbæklingum hef ég rekist á marga fróðlega lesningu um vinnuvernd og samantektir slysa við landbúnaðarstörf. 
 
Á Írlandi var gefinn út vandaður bæklingur þar sem markhópurinn voru bændur sem orðnir voru 65 ára og eldri. Í bæklingnum voru teiknaðar myndir svipaðar og í nýja bæklingnum sem BÍ var að gefa út. Í þessum bæklingi voru margar teikningar um hvernig á að fara upp í og niður úr dráttarvél. Aðferðina mætti kalla þrítengingu sem kemur frá að þegar stigið er í báða fætur þá er önnur höndin að færast upp eða niður og þegar báðar hendur hafa tak er annar fóturinn á leið upp eða niður. Í bæklingnum voru u.þ.b. 10 teikningar upp í dráttarvélina og aðrar 10 niður til útskýringar.
 
Framleiðendur John Deere ötulir að kosta forvarnir í USA
 
Í Ameríku er mesta áherslan lögð á forvarnir fyrir börn á sveitabýlum, en oft er notast við barnaskóla til að koma áherslunum heim á býlið í gegnum börnin. Það sem börnin læra í skólanum, sem er spennandi og gaman, þá segja þau frá náminu heima og þannig er skilaboðunum komið heim á býlið. Þessi aðferð í gegnum börnin hefur gefist vel í Ameríku í ýmsum forvörnum.  Stundum telur maður sig geta allt (ég er einn af þeim, nema að ég kann ekki að syngja). Að fá hjálp finnst sumum merki um linkind, en að fá hjálp við erfið verk er ekkert nema skynsemi. John Deere dráttarvélaframleiðandinn hefur gefið út og kostað mikið af forvarnarbæklingum  og í einum af bæklingum frá John Deere sá ég góða ábendingu þar sem talað var um erfiða vinnu. Þar var nefnd sérstaklega sú vinna að þegar skipta þarf um dekk á vélum ættu menn aldrei að vera einir við þá vinnu ef dekkið sem skipta á um er svipað að þyngd og maður sjálfur. Ef dekkið er þyngra en þú sjálfur, fáðu hjálp þér til öryggis, sagði í þessum bæklingi.
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...