Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)
Fréttir 9. febrúar 2016

Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)

Höfundur: Valgeir Bjarnason
Nú eru áburðarsalar á fullu við að selja vörur sínar. Þá vakna spurningar um söluaðferðir og hvernig kynna má áburðinn. Sérstök vafamál þar er hvernig efnainnihald er kynnt fyrir kaupendum.
 
Þar er einkum villandi á hvaða formi efnainnihald áburðarins er gefið upp, hvort það er gefið upp sem hrein efni eða sýrlingar (oxíð). Það skiptir öllu máli þegar bóndi áætlar áburðarþörf til sinnar ræktunar.
 
Í 6. gr. reglugerðar 630/2007 sem innleiddi áburðarreglugerð ESB kemur fram að heimilt er að nota bæði hlutföll hreinnna efna og sýrlinga í kynningum og merkingum á áburði. Eina efnið sem er alltaf gefið upp sem hreint efni er köfnunarefni (N). Seljanda er skylt að greina frá hvort kynningar á efnainnihaldi áburðar miðast við hrein efni eða sýrlinga.  Hér verða gefnar þær reikniformúlur þegar hrein efni eru reiknuð frá sýrlingum:
 
1. Fosfór (P) = Fosfórpentoxíð 
   (P2O5) x 0,436
2. Kalí (K) = Kalíoxíð (K2O)
    x = 0,83
3. Kalsíum (Ca) = Kalsíumoxíð
    (CaO) x 0.175
4. Magnesíum (Mg) = Magnesíum­­ 
    oxíð (MgO) x 0,603
5. Natríum (Na) = Natríumoxíð
    (Na2O) x 0,742
6.Brennisteinn (S) = Brennisteins­­
   þríoxíoð (SO3) x 0,400
 
Þannig að sé gefið upp innihald fyrir fosfórpentoxíð (P2O5) 10% er hlutfall hreins fosfórs P 4,36% í áburðinum og sé kalíoxíð (K2O) gefið upp 10% í áburðinum er hlutfall hreins kalís 8,3% í áburðinum. 
 
Valgeir Bjarnason,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

Skylt efni: aburður

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...