Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)
Fréttir 9. febrúar 2016

Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)

Höfundur: Valgeir Bjarnason
Nú eru áburðarsalar á fullu við að selja vörur sínar. Þá vakna spurningar um söluaðferðir og hvernig kynna má áburðinn. Sérstök vafamál þar er hvernig efnainnihald er kynnt fyrir kaupendum.
 
Þar er einkum villandi á hvaða formi efnainnihald áburðarins er gefið upp, hvort það er gefið upp sem hrein efni eða sýrlingar (oxíð). Það skiptir öllu máli þegar bóndi áætlar áburðarþörf til sinnar ræktunar.
 
Í 6. gr. reglugerðar 630/2007 sem innleiddi áburðarreglugerð ESB kemur fram að heimilt er að nota bæði hlutföll hreinnna efna og sýrlinga í kynningum og merkingum á áburði. Eina efnið sem er alltaf gefið upp sem hreint efni er köfnunarefni (N). Seljanda er skylt að greina frá hvort kynningar á efnainnihaldi áburðar miðast við hrein efni eða sýrlinga.  Hér verða gefnar þær reikniformúlur þegar hrein efni eru reiknuð frá sýrlingum:
 
1. Fosfór (P) = Fosfórpentoxíð 
   (P2O5) x 0,436
2. Kalí (K) = Kalíoxíð (K2O)
    x = 0,83
3. Kalsíum (Ca) = Kalsíumoxíð
    (CaO) x 0.175
4. Magnesíum (Mg) = Magnesíum­­ 
    oxíð (MgO) x 0,603
5. Natríum (Na) = Natríumoxíð
    (Na2O) x 0,742
6.Brennisteinn (S) = Brennisteins­­
   þríoxíoð (SO3) x 0,400
 
Þannig að sé gefið upp innihald fyrir fosfórpentoxíð (P2O5) 10% er hlutfall hreins fosfórs P 4,36% í áburðinum og sé kalíoxíð (K2O) gefið upp 10% í áburðinum er hlutfall hreins kalís 8,3% í áburðinum. 
 
Valgeir Bjarnason,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

Skylt efni: aburður

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...