Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)
Fréttir 9. febrúar 2016

Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)

Höfundur: Valgeir Bjarnason
Nú eru áburðarsalar á fullu við að selja vörur sínar. Þá vakna spurningar um söluaðferðir og hvernig kynna má áburðinn. Sérstök vafamál þar er hvernig efnainnihald er kynnt fyrir kaupendum.
 
Þar er einkum villandi á hvaða formi efnainnihald áburðarins er gefið upp, hvort það er gefið upp sem hrein efni eða sýrlingar (oxíð). Það skiptir öllu máli þegar bóndi áætlar áburðarþörf til sinnar ræktunar.
 
Í 6. gr. reglugerðar 630/2007 sem innleiddi áburðarreglugerð ESB kemur fram að heimilt er að nota bæði hlutföll hreinnna efna og sýrlinga í kynningum og merkingum á áburði. Eina efnið sem er alltaf gefið upp sem hreint efni er köfnunarefni (N). Seljanda er skylt að greina frá hvort kynningar á efnainnihaldi áburðar miðast við hrein efni eða sýrlinga.  Hér verða gefnar þær reikniformúlur þegar hrein efni eru reiknuð frá sýrlingum:
 
1. Fosfór (P) = Fosfórpentoxíð 
   (P2O5) x 0,436
2. Kalí (K) = Kalíoxíð (K2O)
    x = 0,83
3. Kalsíum (Ca) = Kalsíumoxíð
    (CaO) x 0.175
4. Magnesíum (Mg) = Magnesíum­­ 
    oxíð (MgO) x 0,603
5. Natríum (Na) = Natríumoxíð
    (Na2O) x 0,742
6.Brennisteinn (S) = Brennisteins­­
   þríoxíoð (SO3) x 0,400
 
Þannig að sé gefið upp innihald fyrir fosfórpentoxíð (P2O5) 10% er hlutfall hreins fosfórs P 4,36% í áburðinum og sé kalíoxíð (K2O) gefið upp 10% í áburðinum er hlutfall hreins kalís 8,3% í áburðinum. 
 
Valgeir Bjarnason,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

Skylt efni: aburður

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...