Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2016

Hótel Rangá − Allt þjórfé gefið til góðgerðarmála

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, og starfsfólk hans hafa samþykkt að gefa allt þjórfé sem þar kemur inn til góðgerðarmála. 

„Það hefur aldrei tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína,“ segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.

  Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hefur það færst í vöxt að þjórfé sé greitt. Víða um heim eru menn einmitt að reyna að hverfa frá þessu kerfi, meira að segja Bandaríkjamenn, þar sem laun þjóna eru jafnvel aðeins 250 til 400 krónur á tímann. Þeir þurfa svo að vera eins og rukkarar fyrir hönd veitingahússeigandans að fá upp í launin sín.   

Við ákváðum það  fyrir nokkrum mánuðum að þiggja ekki þjórfé. Við segjum gestunum hins vegar að við vitum að mörgum þyki ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu. Við bjóðum þeim að leggja fram peninga sem renna til góðra málefna og til að byrja með til björgunarsveita á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar. Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um 400.000 kr. og koma 200.000 kr. í hlut björgunarsveitanna á Hellu og Hvolsvelli,“ segir Friðrik. Sjálfur er hann á móti þjórfé. „Já, ég er alveg á móti því, við megum alls ekki innleiða það í íslenska ferðaþjónustu, starfsfólkið á bara að fá mannsæmandi laun.“ 

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...