Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason
Fréttir 26. september 2018

Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar kannanir sýna að jafnhliða hlýnum Atlantshafsins vegna hlýnunar jarðar er veðurfar í Amason að breytast og regn að aukast.

Afleiðingar hlýnunar jarðar eru margvíslegar og má þar nefna hlýnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávar, fárviðri eru tíðari og þurrkar algengari og standa lengur yfir. Áhrifa hlýnunarinnar gæta víða og eru ekki staðbundin, því eins og stundum er sagt þá breytist veðrið á Íslandi þegar fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum. Breytingar á veðri á einum stað geta því haft áhrif á veðurfar annars staðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kínverskir og brasilískir vísinda­menn birtu nýlega niður­stöðu könnunnar á breytingum á úrkomu í Amason-frumskóginum í tímariti sem nefnist Environmental Researsch Letters.

Í greininni segir meðal annars að árinu í Amason sé skipt í regn- og þurrkatímabil og að samanburður á veðurfarsupplýsingum undan­farinna áratuga sýni að regntímabilið hafi verið að lengjast í báða enda. Auk þess sem úrkoma hefur aukist um 180 til 600 millimetra á ári.

Samkvæmt könnun greinar­höfunda helst aukin úrkoma í Amason í hendur við hlýnun sjávar í Atlantshafinu. Um 20% af ferskvatni heimsins á uppruna sinn í Amason-skógunum og uppgufun frá þeim á þurrkatímabilum er gríðarleg og hefur áhrif á veðurfar víða um heim. Allar breytingar á veðurfari í Amason munu því hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veðurfar annars staðar í heiminum því slíkt er hið dásamlega samhengi alls í veröldinni. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...