Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason
Fréttir 26. september 2018

Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar kannanir sýna að jafnhliða hlýnum Atlantshafsins vegna hlýnunar jarðar er veðurfar í Amason að breytast og regn að aukast.

Afleiðingar hlýnunar jarðar eru margvíslegar og má þar nefna hlýnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávar, fárviðri eru tíðari og þurrkar algengari og standa lengur yfir. Áhrifa hlýnunarinnar gæta víða og eru ekki staðbundin, því eins og stundum er sagt þá breytist veðrið á Íslandi þegar fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum. Breytingar á veðri á einum stað geta því haft áhrif á veðurfar annars staðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kínverskir og brasilískir vísinda­menn birtu nýlega niður­stöðu könnunnar á breytingum á úrkomu í Amason-frumskóginum í tímariti sem nefnist Environmental Researsch Letters.

Í greininni segir meðal annars að árinu í Amason sé skipt í regn- og þurrkatímabil og að samanburður á veðurfarsupplýsingum undan­farinna áratuga sýni að regntímabilið hafi verið að lengjast í báða enda. Auk þess sem úrkoma hefur aukist um 180 til 600 millimetra á ári.

Samkvæmt könnun greinar­höfunda helst aukin úrkoma í Amason í hendur við hlýnun sjávar í Atlantshafinu. Um 20% af ferskvatni heimsins á uppruna sinn í Amason-skógunum og uppgufun frá þeim á þurrkatímabilum er gríðarleg og hefur áhrif á veðurfar víða um heim. Allar breytingar á veðurfari í Amason munu því hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veðurfar annars staðar í heiminum því slíkt er hið dásamlega samhengi alls í veröldinni. 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...