Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason
Fréttir 26. september 2018

Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar kannanir sýna að jafnhliða hlýnum Atlantshafsins vegna hlýnunar jarðar er veðurfar í Amason að breytast og regn að aukast.

Afleiðingar hlýnunar jarðar eru margvíslegar og má þar nefna hlýnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávar, fárviðri eru tíðari og þurrkar algengari og standa lengur yfir. Áhrifa hlýnunarinnar gæta víða og eru ekki staðbundin, því eins og stundum er sagt þá breytist veðrið á Íslandi þegar fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum. Breytingar á veðri á einum stað geta því haft áhrif á veðurfar annars staðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kínverskir og brasilískir vísinda­menn birtu nýlega niður­stöðu könnunnar á breytingum á úrkomu í Amason-frumskóginum í tímariti sem nefnist Environmental Researsch Letters.

Í greininni segir meðal annars að árinu í Amason sé skipt í regn- og þurrkatímabil og að samanburður á veðurfarsupplýsingum undan­farinna áratuga sýni að regntímabilið hafi verið að lengjast í báða enda. Auk þess sem úrkoma hefur aukist um 180 til 600 millimetra á ári.

Samkvæmt könnun greinar­höfunda helst aukin úrkoma í Amason í hendur við hlýnun sjávar í Atlantshafinu. Um 20% af ferskvatni heimsins á uppruna sinn í Amason-skógunum og uppgufun frá þeim á þurrkatímabilum er gríðarleg og hefur áhrif á veðurfar víða um heim. Allar breytingar á veðurfari í Amason munu því hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veðurfar annars staðar í heiminum því slíkt er hið dásamlega samhengi alls í veröldinni. 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...