Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda
Fréttir 6. nóvember 2020

Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Herdís Magna Gunnarsdóttir hefur verið kosinn formaður Landssambands kúabænda. Hún fékk 24 atkvæði en mótframbjóðandi hennar Þröstur Aðalbjarnarson 4 atkvæði.

Herdís Magna ólst upp á Egilsstaðabúinu en hélt 16 ára gömul til náms við Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hún lauk stúdentsprófi.

Hún sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir nokkrum árum að hún vissi alltaf að hún yrði bóndi.

„Ég var svolítið áttavillt eftir stúdentsprófið og reyndi fyrir mér á ýmsum stöðum, en innst inni vildi ég líklega alltaf verða bóndi,“ segir hún. Fyrst lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem viðskiptafræði varð fyrir valinu.

„Ég þraukaði þar einn vetur, en vissi allan tímann að þetta var ekki mín hilla í lífinu, ég myndi aldrei endast til að sitja inni á skrifstofu og rýna í tölur alla daga.  En það er auðvitað ágætt að hafa fengið smá innsýn í bókhald og þess háttar, það kemur að gagni þegar verið er að reka stórt kúabú,“ segir Herdís.  

Næst hélt hún heim að Hólum þar sem hún nam einn vetur í hestafræðideildinni við Háskólann á Hólum en hélt náminu áfram á Hvanneyri og lauk prófi í hestafræðum sem áðurnefndir skólar bjóða upp á í sameiningu. Samhliða lauk hún BS-prófi í búvísindum.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...