Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda
Fréttir 6. nóvember 2020

Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Herdís Magna Gunnarsdóttir hefur verið kosinn formaður Landssambands kúabænda. Hún fékk 24 atkvæði en mótframbjóðandi hennar Þröstur Aðalbjarnarson 4 atkvæði.

Herdís Magna ólst upp á Egilsstaðabúinu en hélt 16 ára gömul til náms við Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hún lauk stúdentsprófi.

Hún sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir nokkrum árum að hún vissi alltaf að hún yrði bóndi.

„Ég var svolítið áttavillt eftir stúdentsprófið og reyndi fyrir mér á ýmsum stöðum, en innst inni vildi ég líklega alltaf verða bóndi,“ segir hún. Fyrst lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem viðskiptafræði varð fyrir valinu.

„Ég þraukaði þar einn vetur, en vissi allan tímann að þetta var ekki mín hilla í lífinu, ég myndi aldrei endast til að sitja inni á skrifstofu og rýna í tölur alla daga.  En það er auðvitað ágætt að hafa fengið smá innsýn í bókhald og þess háttar, það kemur að gagni þegar verið er að reka stórt kúabú,“ segir Herdís.  

Næst hélt hún heim að Hólum þar sem hún nam einn vetur í hestafræðideildinni við Háskólann á Hólum en hélt náminu áfram á Hvanneyri og lauk prófi í hestafræðum sem áðurnefndir skólar bjóða upp á í sameiningu. Samhliða lauk hún BS-prófi í búvísindum.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...