Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum
Fréttir 7. nóvember 2017

Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Ný könnun sem greiningar­fyrirtækið Agri analyse vann fyrir Landbúnaðartryggingar í Noregi sýnir að einungis 19% bænda nota alltaf öryggisbelti þegar þeir keyra um á traktorum sínum. 
 
Niðurstöðurnar valda mönnum áhyggjum þar sem ökumaður traktors er í jafnmikilli hættu eins og aðrir bílstjórar á vegum úti og því skynsamlegt að nota þar til gerðan öryggisbúnað. 
 
Í könnuninni segja 29% svarenda að þeir noti oftast belti á meðan 23% svarenda segjast aldrei nota öryggisbelti þegar þeir keyri traktora sína.
 
 Það eru ekki í gildi lög í landinu sem kveða á um að ökumenn traktora skuli ávallt vera spenntir undir stýri eins á við um aðra ökumenn. Í sumum tegundum nýrra traktora er búið að koma fyrir svokölluðum fastspenntum búnaði sem á að nota þegar það er sýnileg hætta á veltu. Skýrsla sem Rannsóknarstofnun byggðamála í Noregi sendi nýverið frá sér sýnir að traktor er það tæki sem oftast er hægt að tengja við óhöpp og slys á bóndabæjum en um 14% af slysum tengjast traktorum beint. Á árunum 2011–2013 hafa níu af sautján banaslysum í landbúnaði tengst notkun á traktorum. 

Skylt efni: vinnuvernd

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f