Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum
Fréttir 7. nóvember 2017

Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Ný könnun sem greiningar­fyrirtækið Agri analyse vann fyrir Landbúnaðartryggingar í Noregi sýnir að einungis 19% bænda nota alltaf öryggisbelti þegar þeir keyra um á traktorum sínum. 
 
Niðurstöðurnar valda mönnum áhyggjum þar sem ökumaður traktors er í jafnmikilli hættu eins og aðrir bílstjórar á vegum úti og því skynsamlegt að nota þar til gerðan öryggisbúnað. 
 
Í könnuninni segja 29% svarenda að þeir noti oftast belti á meðan 23% svarenda segjast aldrei nota öryggisbelti þegar þeir keyri traktora sína.
 
 Það eru ekki í gildi lög í landinu sem kveða á um að ökumenn traktora skuli ávallt vera spenntir undir stýri eins á við um aðra ökumenn. Í sumum tegundum nýrra traktora er búið að koma fyrir svokölluðum fastspenntum búnaði sem á að nota þegar það er sýnileg hætta á veltu. Skýrsla sem Rannsóknarstofnun byggðamála í Noregi sendi nýverið frá sér sýnir að traktor er það tæki sem oftast er hægt að tengja við óhöpp og slys á bóndabæjum en um 14% af slysum tengjast traktorum beint. Á árunum 2011–2013 hafa níu af sautján banaslysum í landbúnaði tengst notkun á traktorum. 

Skylt efni: vinnuvernd

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...