Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kristófer Tómasson.
Kristófer Tómasson.
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir tilboðum í borun eftir heitu vatni.

Borun fer fram í tveimur vinnsluholum í samræmi við prufuholur og rannsóknir ÍSOR. Annars vegar í vestur-jaðri þéttbýlis í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni við hlað menntaskólans. „Við þurfum að efla heitavatnsbúskapinn hjá okkur bæði í Reykholti og að Laugarvatni. Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í Reykholti á síðustu árum.

Íbúðarhúsum hefur fjölgað mjög og garðyrkjustöðvar hafa stækkað. Hótel reis fyrir nokkrum árum og er hugað að stækkun þess. Við sjáum fram á að framhald verði á uppbyggingunni á næstu misserum. Að Laugarvatni er einnig að eiga sér stað veruleg uppbygging,“ segir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð.

Tilboðum á að skila eigi síðar en fimmtudaginn 20. júní kl. 11.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...