Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Kristófer Tómasson.
Kristófer Tómasson.
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir tilboðum í borun eftir heitu vatni.

Borun fer fram í tveimur vinnsluholum í samræmi við prufuholur og rannsóknir ÍSOR. Annars vegar í vestur-jaðri þéttbýlis í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni við hlað menntaskólans. „Við þurfum að efla heitavatnsbúskapinn hjá okkur bæði í Reykholti og að Laugarvatni. Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í Reykholti á síðustu árum.

Íbúðarhúsum hefur fjölgað mjög og garðyrkjustöðvar hafa stækkað. Hótel reis fyrir nokkrum árum og er hugað að stækkun þess. Við sjáum fram á að framhald verði á uppbyggingunni á næstu misserum. Að Laugarvatni er einnig að eiga sér stað veruleg uppbygging,“ segir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð.

Tilboðum á að skila eigi síðar en fimmtudaginn 20. júní kl. 11.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi