Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara
Fréttir 22. janúar 2015

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Víða við landið er að finna beltisþara í töluverðu magni en sennilega er hvergi jafnmikið af honum og í Breiðafirði.

Hugmyndir hafa verið uppi um mögulega nýtingu hans og því var ráðist í rannsóknir á þeim atriðum sem hafa þarf í huga til að fá sem besta vöru úr hráefninu.

Uppskerutími í maí og júní

Á heimasíðu Matís segir að uppskerutími þarans er í maí og júní en þá er hann laus við ásætur að mestu leyti. Mismunandi efnainnihald reyndist vera í þaranum eftir aldri hans, ungur beltisþari innihélt t.a.m. minna prótein og salt en ársgamall beltisþari sem safnað var á sama tíma, joðmagn reyndist hinsvegar hærra í yngri þaranum. Töluverður munur kom í ljós á útliti, bragði og áferð eftir þeirri meðhöndlun sem þarinn fékk.

Réttur uppskerutími og meðhöndlun geta því haft úrslitaáhrif á gæði hráefnisins og þeirra afurða sem unnar eru úr því.

Styrkt af AVS sjóðnum
Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum og unnið í samstarfi Matís og Íslenskrar bláskeljar í Stykkishólmi. Skýrslu um verkefnið má finna á vefsíðu Matís, nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís.

Skylt efni: rannsóknir | beltisþari | Matís

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...