Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara
Fréttir 22. janúar 2015

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Víða við landið er að finna beltisþara í töluverðu magni en sennilega er hvergi jafnmikið af honum og í Breiðafirði.

Hugmyndir hafa verið uppi um mögulega nýtingu hans og því var ráðist í rannsóknir á þeim atriðum sem hafa þarf í huga til að fá sem besta vöru úr hráefninu.

Uppskerutími í maí og júní

Á heimasíðu Matís segir að uppskerutími þarans er í maí og júní en þá er hann laus við ásætur að mestu leyti. Mismunandi efnainnihald reyndist vera í þaranum eftir aldri hans, ungur beltisþari innihélt t.a.m. minna prótein og salt en ársgamall beltisþari sem safnað var á sama tíma, joðmagn reyndist hinsvegar hærra í yngri þaranum. Töluverður munur kom í ljós á útliti, bragði og áferð eftir þeirri meðhöndlun sem þarinn fékk.

Réttur uppskerutími og meðhöndlun geta því haft úrslitaáhrif á gæði hráefnisins og þeirra afurða sem unnar eru úr því.

Styrkt af AVS sjóðnum
Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum og unnið í samstarfi Matís og Íslenskrar bláskeljar í Stykkishólmi. Skýrslu um verkefnið má finna á vefsíðu Matís, nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís.

Skylt efni: rannsóknir | beltisþari | Matís

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...