Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglaflensa af H7N9 stofni herjar á Kínverja
Mynd / BBL
Fréttir 1. mars 2017

Fuglaflensa af H7N9 stofni herjar á Kínverja

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Óvenju skæður fuglaflensufaraldur hefur verið í Kína þar sem veiran af stofni H7N9 hefur borist bæði í fugla og menn. Í lok janúar höfðu 100 manns látist af völdum fuglaflensunnar sem er mun skæðari en þegar fuglaflensa greindist fyrst í mönnum árið 2013. Þá urðu 79 dauðsföll af völdum veirunnar.   
 
Þeir sem smitast geta orðið mjög veikir og nærri einn af hverjum þrem sem smitast deyja. Kínversk stjórnvöld hafa hvatt almenning til að forðast markaði þar sem verslað er með alifugla. Haft var eftir NI Daxin, yfirmanni smitsjúkdómamiðstöðvar Kína í China Daly, að algeng smitleið væri með lifandi alifuglum eða af kjöti af nýslátruðum fuglum.
 
„Ef fólk keypti aðeins frosið kjöt, þá væri mun auðveldara að koma í veg fyrir faraldur,“ sagði NI Daxin.
Viðskipti með kjúklinga hafa verið stöðvuð í borgunum  Guangzhou í suðri og Changsha í Mið-Kína. Einnig í austurhluta Zheijiang-héraðs og á fleiri stöðum. Tilkynnt var um 35 smittilfelli í Zheijiang-héraði einu saman í janúar að sögn ríkisreknu fréttastofunnar Xinhua. 
 
Flest smit sem vitað er um hafa borist í fólk sem hefur komist í snertingu við fugla, eða fuglaúrgang á mörkuðum. Þó hafa í það minnsta tvö tilvik verið tilkynnt síðan í september þar sem um smit milli manna var að ræða. 
 
Nokkur hræðsla hefur gripið um sig í Kína vegna fuglaflensunnar, en viðbrögð fólks eru æði misjöfn. Sumir neita að viðurkenna hættuna á meðan aðrir fyllast skelfingu út af venjulegi kvefi. 

Skylt efni: fuglaflensa | H7N9

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...