Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Versta uppskera í 25 ár
Fréttir 21. mars 2019

Versta uppskera í 25 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólífubændur á Ítalíu standa frammi fyrir því að uppskera á ólífum í ár er 57% minni en í meðalári og sú minnsta í 25 ár.

Ástæða uppskerubrestsins eru sagðar vera breytingar á veðri sem hafi leitt til þess að veðurfar á stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt er talið að Ítalía þurfi að flytja inn ólífur þegar líða tekur á árið.

Breytingarnar á veðri sem eru að valda ítölskum og öðrum ólífuræktarbændum í kringum Miðjarðarhafið vandræðum felast í óvenju miklum rigningum, óvenjulegum vorfrostum, hvössum vindum og sumarþurrkum.

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga segja að breytingar á veðurfari við Miðjarðarhafið sem dregið hafa úr ólífuuppskeru séu upphafið að enn meiri breytingum í veðri þar um slóðir.

Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingu og ekki síst bakteríu sem kallast xylella fastidiosa og herjað hefur á ólífutrjáalundi í löndunum við Miðjarðarhaf undanfarin ár.

Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að hlaupa undir bagga með bændum en tap þeirra er metið í hundruðum milljóna evra.

Samkvæmt spám kommisara Evrópusambandsins má búast við að uppskera á ólífum á þessu ári verði að minnsta kosti 20% minni í Portúgal og 42% minni í Grikklandi en í meðalári.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...