Mynd/MHH Hjónin Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir á Hrauni í Ölfusi eru eigendur Hafsins bláa og áttu hugmyndina að listaverkinu, sem hefur vakið mikla athygli eftir að það var afhjúpað 17. júní síðastliðinn.
Fréttir 15. júlí 2020

Sex metra humar á þurru landi

MHH
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var nýtt listaverk formlega afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi. 
 
Um er að ræða sex metra langan humar sem er yfir mannhæðar hár eftir listamanninn og skipstjórann Kjartan B. Sigurðsson í Þorlákshöfn. Það tók Kjartan fjóra mánuði að útbúa verkið, sem er úr trefjaplasti. Verkið er tileinkað hetjum hafsins og heitir „Humar við hafið“.
 
Humarinn, sem er glæsilegt lista­verk við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi, stendur þar á þurru landi og vekur mikla athygli þeirra vegfarenda sem fara þar hjá eða koma við á veitingastaðnum.