Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015
Fréttir 23. febrúar 2015

Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015. 

Er samdráttarspáin byggð á lækkandi verði á korni sem hefur fallið um 50% og sojabaunum sem fallið hafa í verði um 40%. Er því spáð að meðaltekjur bænda í Bandaríkjunum dragist saman um 14% á milli ára.

Samkvæmt frétt Bloomberg Business spáir samsteypan nú að nettó tekjur verði 1,19 milljarðar dollara sem er talsvert undir þeim 2,19 milljörðum dollara sem er meðaltal í spám 20 sérfræðinga fyrir Bloomberg. Leiddi nýja spáin strax til 3,9% verðfalls hlutabréfa í Deer & Co.

Mestum samdrætti spáð í sölu stórra dráttavéla

Er þar einkum tekið til sölu á stórum og fullkomnum landbúnaðartækjum, eins og 300 hestafla Deere 8R sem er m.a. með sjálfstýringu sem byggir á gervihnattaleiðsögukerfi. Hefur Deere & Co þegar dregið úr afkastagetu sinni og sagt upp hundruðum starfsmanna. Reiknar fyrirtækið með að salan dragist saman um 15% á yfirstandandi ári.  

John Deere söluhæsta tegundin í Bretlandi á annan áratug

Þess má geta að John Deere hefur um 15 ára skeið verið söluhæsta dráttarvélartegundin í Bretlandi og lengst af með um og yfir 30% markaðshlutdeild. Á hæla John Deer hefur komið New Holland og Massey Fergusson hefur verið að fikra sig upp í þriðja sætið þar sem Case IH hefur líka verið mjög öflugt merki. Er þetta gjörólíkt því sem verið hefur á íslenska markaðnum þar sem John Deere-nafnið er sjaldséð í sölutölum en Massey Fergusson söluhæsta tegundin. Á eftir þessum risum á breska markaðnum koma Claas, Kubota, Valtra, Deutz-Fahr, McCormick, Landini og JCB.

Þótt landbúnaðartækjaframleiðsla Deere & Co sé að dragast saman, þá er staðan ekki alvond fyrir samstæðuna á öðrum sviðum. Þannig fer salan á tækjum fyrir byggingageirann vaxandi í takt við batnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...