Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Metframleiðsla á mjólk
Fréttir 21. janúar 2016

Metframleiðsla á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innvigtun á mjólk nam 146 milljónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014.


Í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi aukning innvigtunar verið tiltölulega hófleg. Aukning á innvigtun einstakra vikna var 4 til 6% að jafnaði. Í viku 27 urðu síðan vatnaskil, er aukning vikuinnvigtunar varð 12% og hélst sú aukning á bilinu 12 til 14% svo að segja út árið 2015. Heildarniðurstaðan varð 9,4% aukning innvigtunar 2015 frá árinu áður.

Þegar litið er til þróunar í fjölda burða undanfarin ár sést að framan af ári fjölgaði burðum um 3 til 8% miðað við sömu mánuði árið á undan. Hlutfallslega varð mesta aukningin þegar kom fram á sumar. Skráðir burðir í júní og júlí voru 14 til 15% fleiri en árið á undan.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...