Fréttir 24. júní 2020

Lúðóttur hrútur á bænum Sporði

Magnús Hlynur Hreiðarsson
Óvenjulegur litur er á hrútnum sem kom nýleg í heiminn á bænum Sporði í Húnaþingi vestra en hann er lúðóttur. 
 
Á bænum búa Oddný Jósefsdóttir og Þorbjörn Ágústsson með um 160 ær. „Ég kalla hann Speslúða,“ segir Oddný og hlær. Á annarri myndinni er Bríet Anja Birgisdóttir, 10 ára, barnabarn Oddnýjar og Þorbjörns, með hrútinn og á hinni er „Speslúði“ í öllu sínu veldi með sitt sérstaka höfuð. 
 
Bríet Anja Birgisdóttir, 10 ára, með „Speslúða“.