Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti
Fréttir 13. febrúar 2019

ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti

Höfundur: smh

Niðurstaða rökstudds álits frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að íslensk stjórnvöld þurfi að virða niðurstöðu niðurstöðu EFTA dómstólsins varðandi innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. 

ESA tilkynnti um þetta á vef sínum í dag. Þar kemur fram að samkvæmt íslenskum lögum þurfa innflutningsaðilar að sækja um sérstaka heimild ef þeir hyggjast flytja inn ferskt kjöt og aðrar kjötvörur, hrá egg, ógerilsneidda mjólk og mjólkurvörur unnar úr ógerilsneiddri mjólk. „Þann 14. nóvember 2017 komst EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að slíkar innflutningstakmarkanir væru brot á EES samningnum. 

Þessar auknu kröfur eru brot á tilskipun um eftirlit með dýraafurðum og viðskiptum með þær á EES svæðinu. Helsti tilgangur tilskipunarinnar er að styrkja heilbrigðiseftirlit á framleiðslustað matvæla og á sama tíma að takmarka hömlur í formi aukins eftirlits á áfangastað matvæla,“ segir í tilkynningunni.

ESA gæti vísað málinu til EFTA-dómstólsins

„Þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki brugðist við niðurstöðu EFTA dómstólsins hefur ESA tekið ákvörðun um að senda íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins,“ segir ennfremur í tilkynningu ESA.

Hér má nálgast bréf ESA til íslenskra stjórnvalda í fullri lengd.

 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...