Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Yfir 10 milljónir hektara nýttir undir lífræna framleiðslu í ESB-ríkjunum
Fréttaskýring 5. október 2016

Yfir 10 milljónir hektara nýttir undir lífræna framleiðslu í ESB-ríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Talsverð vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum varðandi þann þátt landbúnaðar sem fellur undir skilgreininguna lífræn framleiðsla. Það sem ýtt hefur undir þessa þróun erlendis er vaxandi notkun erfðabreyttra afbrigða samhliða aukinni notkun eiturefna. 
 
Framleiðendur lífrænna afurða í ESB-löndunum voru 257.100 árið 2014. Hæst hlutfall þeirra er á Ítalíu ,eða 17,9%, þá kemur Spánn með 11,9%, Pólland með 10,3%, Frakkland með 9,10%, Grikkland með 8,6%, Austurríki með 8,5%, Rúmenía með 5,7%, Svíþjóð með 2,2% og aðrar þjóðir eru með 16,1% af heildinni.  
 
Líftæknirisarnir koma óorði á líftæknina
 
Þótt flestir viðurkenni að líftækni í landbúnaði geti verið mjög af hinu góða, þá hefur hugtakið erfðabreytt matvæli öðlast afar neikvæða merkingu. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar gríðarleg  notkun eitur­efna samhliða notkun á erfðabreyttum og eiturefna­þolnum afbrigðum eins og korni og sojabaunum (Roundup ready). Hins­ vegar hvernig stórfyrirtæki sem fengið hafa einkaleyfi á ákveðnum plöntu­afbrigðum hafa hagað sér og stórskaðað bændur víða um heim. Sum þessara fyrirtækja eru líka með einkaleyfi á eiturefnunum sem þau selja grimmt. Það má því með nokkrum sanni segja að líftæknirisarnir sjálfir hafi komið óorði á líftæknina í heiminum.
 
Eitt svarið til að komast út úr þessari hringekju og tryggja neytendum heilnæmar afurðir er því lífræn framleiðsla undir ströngu regluverki. 
 
Svar við notkun á 360.000 tonnum af sk. „varnarefnum“
 
Það er svo sem ekkert skrítið að almenningur sé farinn að snúast á sveif með lífrænum ræktendum. Ekki þarf annað en að glugga í skýrslur Eurostat, m.a. „Eurostat statistical books“ (Agriculture, forestry and fishery statistics 2015) til að átta sig á ástæðunni. Þar kemur m.a. fram að á árinu 2013 voru seld 360.000 tonn af sk. „varnarefnum“ í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta eru skordýraeitur og plöntueitur sem að stærstum hluta er úðað yfir akra við ræktun á korni, grænmeti og ávöxtum. Þar af voru 19,5% seld á Spáni, 18,7% í Frakklandi, 13,8% á Ítalíu, 12,3% í Þýskalandi og 6,2% í Póllandi. Stærsta hlutfallið af eiturefnunum var til að eyða sveppagróðri og bakteríum eða um 42%. Síðan kom svokallaður illgresis- og mosaeyðir sem stendur fyrir 35% af notkuninni. Margvísleg önnur sérhæfð „plöntuvarnarefni“ eru svo um 13% en skordýraeitur er sagt vera 5% og „vaxtastýringarefni“ um 3–4%.  
 
10,3 milljónir hektarar undir lífræna framleiðslu
 
Í 28 ríkjum Evrópusambandsins voru á árinu 2014 rúmlega 10,3 milljónir hektara af ræktarlandi nýttir undir lífræna framleiðslu sem fer vaxandi. Hafði landnýting undir slíka starfsemi þá aukist um 2,3% á milli ára. Var það verulega meiri aukning en á milli áranna 2012 til 2013, en þá nam hún 0,2%. 
 
Um 5,9% ræktarlands komið undir lífræna framleiðslu
 
Á árinu 2013 var 5,8% af nýtanlegu landbúnaðarlandi í ríkjum ESB notað undir lífræna ræktun, en það jókst í 5,9% á árinu 2014. Hlutfallið er þó mun hærra í sumum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat. Þannig var hlutfallið yfir 16% í Eistlandi, Svíþjóð og Austurríki. Í Lettlandi, Ítalíu og í Tékklandi var hlutfallið yfir 10% af heildar landbúnaðarlandinu. Í öðrum löndum var það á milli 0,3% eins og á Möltu og upp í 9,5% í Slóvakíu. 
 
Framtíðarsýnin
 
Lífrænn landbúnaður byggir, eins og nafnið bendir til, á ræktun á náttúrulegan hátt án aðkomu kemískra efna. Þar er t.d. útilokuð notkun á kemískum áburði, gróðureyðingarefnum og skordýraeitri. Innan hins umdeilda landbúnaðarkerfis Evrópu­sam­bands­ins (Common Agri­cultural Policy - CAP) er litið á lífrænan búskap sem mikilvægan þátt í þróun landbúnaðar í Evrópu. Þar hafa menn bent á að innan lífræna geirans sé oft að finna mestu frumkvöðlana í þróun landbúnaðar. Þá hefur lífrænn búskapur verið að vaxa talsvert frá 2014 í skjóli áætlunar Evrópuráðsins sem ber heitið „Action Plan for the future of Organic Production in the European Union“.
 
 
Þróunin mishröð eftir löndum
 
Lífræn ræktun er mjög mismunandi i aðildarríkjum ESB. Þannig standa fjögur lönd fyrir um 51% lífrænu ræktunarinnar með tilliti til framleiðslu og landnotkunar. Það er Spánn með 16,6%, Ítalía með 13,5%, Frakkland með 10,8% og Þýskaland er með 10% af heild lífræns búskapar innan ESB.
 
Áður en land getur fallið undir skilgreininguna lífrænt, þarf það að fara í aðlögun. Land sem verið er að umbreyta í lífrænt land gefur vísbendingu um hvernig þróunin í lífræna geiranum verði á komandi árum. Af heildartölum um land sem er komið í fulla notkun og er verið að umbreyta fyrir lífræna ræktun, er hlutfall lands í aðlögun lægst í Bretlandi, eða 3,5%. 
 
Þrettán lönd innan ESB eru með á milli 10 og 20% af skilgreindu landsvæði í lífrænni ræktun í aðlögunarferli. Sjö lönd eru með meira en 20% hlutfall af sínu lífræna landi í aðlögun. Hæsta hlutfallið er á Möltu (49,8%), í Króatíu (55,1% og í Búlgaríu (68,3). Þessar tölur segja þó ekki til um hlutfall af öllu landbúnaðarlandi í viðkomandi löndum. Þannig var  hlutfall lands sem verið er að aðlaga undir lífræna framleiðslu hæst í Búlgaríu, en þar var samt samdráttur í heildarnotkun lands í lífræna geiranum. 
 
Veruleg aukning á lífrænum búskap á Spáni og á Ítalíu
 
Á árunum 2013 til 2014 óx lífrænn búskapur í Króatíu, Möltu og Slóvakíu um 10% samkvæmt tölum Eurostat. Á Spáni hefur stóraukið land verið sett undir lífræna ræktun og jókst það á þessum árum í 100.300 hektara. Aukningin á Ítalíu var líka mikil, en þar jókst landrými lífrænnar ræktunar í 70.700 hektara. 
 
Samdráttur á sumum svæðum
 
Þrátt fyrri þessa miklu jákvæðu þróun í nokkrum ESB-löndum dróst lífræn framleiðsla saman í 12 löndum sambandsins. Mestur var samdrátturinn í Búlgaríu þar sem 8.3737 hektarar voru teknir úr lífrænni ræktun sem er samdráttur upp á  nær 15%. Á Kýpur voru 428 hektarar teknir úr slíkri ræktun sem er um 10% samdráttur. 
Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun
Fréttaskýring 26. maí 2023

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun

Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi og að nýta vindorku í auknum mæli eru mjög umd...

Vandrataður vegur tollverndar
Fréttaskýring 15. maí 2023

Vandrataður vegur tollverndar

Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart...

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“
Fréttaskýring 28. apríl 2023

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“

Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl ve...

Ákall er um breytingar á riðuvörnum
Fréttaskýring 28. apríl 2023

Ákall er um breytingar á riðuvörnum

Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi, sauðfjárveikiv...

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...