Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Fréttaskýring 24. nóvember 2017

Spóluhnýðissýking, smitandi veirungar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spóluhnýðissýking sem greinst hefur í tómötum hér á landi stafar af veirungi sem kallast Potato spindle tuber viroid. Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er og samsett úr stuttum hringlaga og einstengdum RNA kjarnasýrum án próteinhjúps.

Potato spindle tuber viroid  er fyrsti veirungurinn sem greindist og eru tómatar og kartöflur náttúrulegir hýslar hans. Veirungar hafa einungis greinst í háplöntum.  Til eru mismunandi afbrigði Potato spindle tuber viroid og allir valda þeir sýkingum í háplöntum og uppskeruminnkun í nytjaplöntum.

Sýkingareinkenni mismunandi Potato spindle tuber viroid eru allt frá því að vera vægar yfir í að vera mjög alvarlegar. Einkenni geta verið misalvarleg eftir umhverfisaðstæðum. Þau aukast við hærra hitastig og eftir því hversu lengi veirungurinn fær að grassera óáreittur.

Almenn einkenni eru að blöðin verða minni, verpast og taka á sig gulan eða fjólubláan lit. Undirvöxtur í kartöflum verður minni og tómatar líka og þeir fá á sig gulleitar skellur.

Spóluhnýðissýking er landlæg víða um heim, í Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjunum og Kanada, Kína, mörgum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og mörgum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það hefur tekist að útrýma sýkingunni á mörgum svæðum.

Sýkingin getur breiðst út með blaðlús en hér á landi er mest hætta á að hún berist út með fjölnotaumbúðum og vörubrettum. 

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands
Fréttaskýring 25. nóvember 2022

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands

Í lok síðasta árs var í Bændablaðinu greint frá áformum um upp­ byggingu á Orkug...

Mikilvægi erfðaauðlinda
Fréttaskýring 23. nóvember 2022

Mikilvægi erfðaauðlinda

NordGen er norræn stofnun um varðveislu og nýtingu jurta, dýra og skóglendis og ...

Trygg ríkisfjármögnun forsenda kornræktar
Fréttaskýring 7. nóvember 2022

Trygg ríkisfjármögnun forsenda kornræktar

Stöðuleysi kornræktar innan landbúnaðar- og framleiðslukerfisins samhliða hvetja...

Talið er að hægt verði að keyra nær öll skip á Íslandi með innlendu ammoníaki í náinni framtíð
Fréttaskýring 4. nóvember 2022

Talið er að hægt verði að keyra nær öll skip á Íslandi með innlendu ammoníaki í náinni framtíð

Mikið er talað um orkuskipti á Íslandi og gjarnan eru þá hafðar uppi hástemmdar ...

Mikilvægi plöntukynbóta
Fréttaskýring 3. nóvember 2022

Mikilvægi plöntukynbóta

Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga...

Gimsteinn kominn á sæðingastöð
Fréttaskýring 28. október 2022

Gimsteinn kominn á sæðingastöð

Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér undanþáguákvæ...