Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Höfundur: Höskuldur Sæmundsson

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið undanfarin fjögur ár. Í ársbyrjun 2018 voru flest sláturhúsin að innleiða EUROP matskerfið sem er vel þekkt í sauðfjárræktinni en einnig var verið að kynna nýtt erfðaefni til leiks.

Sambland þessara þátta, þar sem fleiri holdanautablendingar voru komnir í ræktun sem og að EUROP matið sýnir stöðu hvers grips mun nákvæmar en fyrra mat hefur leitt til bættrar ræktunar á íslensku nautakjöti og árangurinn það sem af er ári 2022 sýnir að stefnumótunarmarkmið LK frá árinu 2018 í UN gripum mun að öllum líkindum nást í ár, sex árum fyrr en vonir stóðu til.

Þróun EUROP mats UN nautgripa.

Ef skýrsla MATÍS um upptöku og áhrif EUROP kerfisins í sauðfjárræktinni er skoðuð kemur það ekki á óvart, en áhrifin á nautgriparæktina voru á svipuðum nótum fljótt á litið. Samhliða upptöku nýs matskerfis var mikil aukning á framboði tollkvóta til innflutnings frá Evrópusambandinu, niðurstaða samninga sem voru kláraðir skömmu áður. Kvótaaukningunni fylgdi ekki mikil breyting á innflutningi fyrst um sinn og því má segja að meira magn innflutningsins hafi rúmast innan kvóta. Þrátt fyrir það lækkaði nautakjöt lítið skv. Undirvísitölu Hagstofunnar.

Innflutningur jókst ekki í sama hlutfalli og aukning tollkvóta á árunum 2015 til 2022.

Afleiðingin af því virðist hafa verið sú að afurðaverð til nautgripabænda hafi farið niður á við og ekki þarf að leita lengi í Bændablaðinu eða á svæðum nautgripabænda á netinu til að sjá umræður um versnandi afkomu greinarinnar.

Á sama tíma reið vissulega heimsfaraldur yfir þar sem að framboð á erlendum mörkuðum breyttist og nú hefur stríðið í Úkraínu sett strik í reikninginn og því hættulegt að horfa á fylgni sem orsakasamhengi en í ár, sem er fyrsta árið þar sem ekki kemur til aukningar kvóta, þá loksins hækkar afurðaverðið skv. VATN vísitölunni.

Þróun undirvísitölu sýnir að verð á nautakjöti hefur hækkað hægt og rólega frá árinu 2018.

Tíðar hækkanir sláturleyfishafa í vor voru vissulega jákvæðar fréttir en þó er ljóst ef að VATN vísitalan er skoðuð og borin saman við vísitölu neysluverðs að þrátt fyrir hækkanir ársins er VATN vísitalan engu að síður einungis rúmum 6% hærri í október 2022 en hún var í janúar 2018 meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 25% á sama tíma.

Á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 25% hefur vísitala afurðaverðs til nautgripabænda (VATN) einungis hækkað um 6%.

Afkoma greinarinnar hefur þannig versnað og á enn töluvert í land með að ná jafnvægi eins og niðurstöður rekstrarverkefnis RML sýndu glögglega.

En hið jákvæða er að eftirspurn eftir vörum nautgripabænda hefur sjaldan verið meiri og biðlistar í slátrun nánast horfnir. Leiðrétting ársins á afurðaverðum gerir framtíðina bjartari og grundvöll greinarinnar sterkari.

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...