Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri
hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttaskýring 16. júní 2023

Bitamunur en ekki fjár

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Er rétt að friða allt land fyrir beit? Hér verður byrjað á að skoða grein í vísindariti sem reynir að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um málefnið. Jafnramt er rætt við tvo af helstu sérfræðingum landsins á sviði beitar, en þeirra viðhorf eru ekki alltaf þau sömu.

Bryndís Marteinsdóttir, Isabel C. Barrio og Ingibjörg Svala Jónsdóttir birtu árið 2017 grein í Icelandic Acricultural Sciences sem er nefnd, í stuttu yfirliti á íslensku, „Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi“.

Í umræðukafla greinarinnar kemur fram að enginn vafi leiki á því að beit hafi haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Í gögnunum var marktækt samræmi sem benti til að rof í gróðurþekju væri meira á svæðum sem eru beitt. Uppbygging friðaðs lands sé ólík því sem er beitt en áhrif beitar á tegundafjölbreytni sé minni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir framkvæmdar á svæðum sem hægt er að heimfæra upp á Ísland.


Skoðuðu 300 gögn

Þessar ályktanir drógu þær eftir að hafa framkvæmt svokallaða safngreiningu (e. meta analys) í tilraun til að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um viðfangsefnið.

Helstu niðurstöður eru að; „beit hefur áhrif á uppbyggingu plöntusamfélaga og eykur rof í gróðurþekjunni. Úthaginn verður þar af leiðandi viðkvæmari fyrir jarðvegsrofi.“

Þær fóru í gegnum rúmlega 300 greinar, og eftir að hafa síað út gögn, voru 44 af þeim nothæfar í safngreininguna. Þessar 44 greinar byggja á 16 rannsóknum, að miklu leyti skýrslur kynntar á ráðunautafundum eða óútgefnar samantektir. Þótt safngreiningar sem þessar gefi almennt góða mynd af viðfangsefninu taka höfundar greinarinnar fram að rannsóknirnar séu of fáar til að hægt sé að draga almennar ályktanir út frá þeim. Þær kalla eftir frekari þekkingaröflun; „svo tryggja megi sjálfbæra sauðfjárbeit sem hæfa aðstæðum á hverju svæði fyrir sig.“

Sauðfé er margt í sögulegu samhengi. Hámarkinu var náð, með 900.000 kindum, árið 1977. Tölur frá þessu ári segja að sauðfé sé færra en 400.000. Mynd / Jón Eiríksson

Sauðfé margt í sögulegu samhengi

Í rannsóknunum er samhljómur sem bendir til aukins rofs í gróðurþekju og færri æðplantna á beittum svæðum.

Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á heimskautasvæðum og er hægt að heimfæra yfir á Ísland.

Sauðfjárbeit veldur rofi í gróðurþekjunni með traðki og beitarvali. Rof sem valdið er af beit getur flýtt fyrir öðru rofi þar sem óvarin moldin er viðkvæmari fyrir vindi og regni. Á freðmýrasvæðum erlendis getur gróðurþekjan verið í hundruð ára að jafna sig, eftir að hafa orðið fyrir rofi. Sauðfjárbeit getur hægt á þessu ferli enn frekar þar sem beitardýrin sækjast sérstaklega eftir græðlingum og ungum plöntum.

Fram kemur að sauðfé sé mjög margt í sögulegu samhengi, en samkvæmt gögnum í mars á þessu ári var ásett fé 366.000 talsins. Fram til miðrar 19 aldarinnar hélst sauðfjárstofninn á milli 50.000 til 300.000 ásettra einstaklinga. Árið 1977 náði stofninn hámarki með 900.000 kindum, en höfundar greinarinnar taka fram að stór hluti gagnanna sem stuðst var við séu frá árunum þar á eftir.

Skylt efni: áhrif beitar

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...