Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri
hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttaskýring 16. júní 2023

Bitamunur en ekki fjár

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Er rétt að friða allt land fyrir beit? Hér verður byrjað á að skoða grein í vísindariti sem reynir að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um málefnið. Jafnramt er rætt við tvo af helstu sérfræðingum landsins á sviði beitar, en þeirra viðhorf eru ekki alltaf þau sömu.

Bryndís Marteinsdóttir, Isabel C. Barrio og Ingibjörg Svala Jónsdóttir birtu árið 2017 grein í Icelandic Acricultural Sciences sem er nefnd, í stuttu yfirliti á íslensku, „Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi“.

Í umræðukafla greinarinnar kemur fram að enginn vafi leiki á því að beit hafi haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Í gögnunum var marktækt samræmi sem benti til að rof í gróðurþekju væri meira á svæðum sem eru beitt. Uppbygging friðaðs lands sé ólík því sem er beitt en áhrif beitar á tegundafjölbreytni sé minni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir framkvæmdar á svæðum sem hægt er að heimfæra upp á Ísland.


Skoðuðu 300 gögn

Þessar ályktanir drógu þær eftir að hafa framkvæmt svokallaða safngreiningu (e. meta analys) í tilraun til að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um viðfangsefnið.

Helstu niðurstöður eru að; „beit hefur áhrif á uppbyggingu plöntusamfélaga og eykur rof í gróðurþekjunni. Úthaginn verður þar af leiðandi viðkvæmari fyrir jarðvegsrofi.“

Þær fóru í gegnum rúmlega 300 greinar, og eftir að hafa síað út gögn, voru 44 af þeim nothæfar í safngreininguna. Þessar 44 greinar byggja á 16 rannsóknum, að miklu leyti skýrslur kynntar á ráðunautafundum eða óútgefnar samantektir. Þótt safngreiningar sem þessar gefi almennt góða mynd af viðfangsefninu taka höfundar greinarinnar fram að rannsóknirnar séu of fáar til að hægt sé að draga almennar ályktanir út frá þeim. Þær kalla eftir frekari þekkingaröflun; „svo tryggja megi sjálfbæra sauðfjárbeit sem hæfa aðstæðum á hverju svæði fyrir sig.“

Sauðfé er margt í sögulegu samhengi. Hámarkinu var náð, með 900.000 kindum, árið 1977. Tölur frá þessu ári segja að sauðfé sé færra en 400.000. Mynd / Jón Eiríksson

Sauðfé margt í sögulegu samhengi

Í rannsóknunum er samhljómur sem bendir til aukins rofs í gróðurþekju og færri æðplantna á beittum svæðum.

Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á heimskautasvæðum og er hægt að heimfæra yfir á Ísland.

Sauðfjárbeit veldur rofi í gróðurþekjunni með traðki og beitarvali. Rof sem valdið er af beit getur flýtt fyrir öðru rofi þar sem óvarin moldin er viðkvæmari fyrir vindi og regni. Á freðmýrasvæðum erlendis getur gróðurþekjan verið í hundruð ára að jafna sig, eftir að hafa orðið fyrir rofi. Sauðfjárbeit getur hægt á þessu ferli enn frekar þar sem beitardýrin sækjast sérstaklega eftir græðlingum og ungum plöntum.

Fram kemur að sauðfé sé mjög margt í sögulegu samhengi, en samkvæmt gögnum í mars á þessu ári var ásett fé 366.000 talsins. Fram til miðrar 19 aldarinnar hélst sauðfjárstofninn á milli 50.000 til 300.000 ásettra einstaklinga. Árið 1977 náði stofninn hámarki með 900.000 kindum, en höfundar greinarinnar taka fram að stór hluti gagnanna sem stuðst var við séu frá árunum þar á eftir.

Skylt efni: áhrif beitar

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi

Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagaf...