Urðun á sorpi í heiminum þykir ekki lengur boðleg lausn.
Urðun á sorpi í heiminum þykir ekki lengur boðleg lausn.
Fréttaskýring 12. júní 2021

Bauðst til að hanna, fjármagna, byggja og reka hátæknisorporkustöð á Íslandi

Höfundur: HKr.

Opnuð var rúmlega 6 milljarða króna gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi á árinu 2020. Nú hefur komið í ljós að moltan, sem er annað meginhráefnið sem stöðin framleiðir, er með öllu ónothæf.

Hugmyndir um að leysa málið með því að reisa sorporkustöð af fullkomnustu gerð hefur enn ekki fengið hljómgrunn, jafnvel þótt norskir rekstraraðilar slíkra stöðva hafi boðist til að fjármagna, byggja og reka slíka stöð.

Bændablaðið hefur undir höndum bréf sem John Ragnar Tveit, viðskiptaþróunarstjóri Daimyo AS í Osló í Noregi, sendi Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, þann 22. janúar 2021. Þar er óskað eftir samstarfi við Sorpu um byggingu á 80-100 þúsund tonna hátæknisorporkustöð (Waste-to-energy -WTE). Samkvæmt heimildum blaðsins hefur boðinu enn ekki verið svarað.

Umhverfisráðherra svarar heldur ekki erindinu

Samhljóða bréf var sent til umhverfis­ráðherra. Hann hefur heldur ekki séð ástæðu til þess að svara því samkvæmt upplýsingum blaðsins.

Ljóst má vera að þetta verkefni varðar öll sveitarfélög í landinu. Ef það á ekki einvörðungu að leysa þarfir sveitarfélaganna á suðvesturhorninu, þá kallar þetta á sjóflutninga á sorpi til stöðvarinnar af landsbyggðinni. Því þarf umhverfisráðherra væntanlega að sýna eitthvert frumkvæði ef ætlunin væri að koma þessu á koppinn. Ef til vill þarf ríkisvaldið líka að koma að rekstri eða niðurgreiðslum á flutningi sorps sjóleiðina til slíkrar stöðvar ef af yrði. Annars er hætta á að sveitarfélög úti á landi fjarri suðvesturhorninu, verði áfram í miklum erfiðleikum með að losa sig við óendurvinnanlegan úrgang án urðunar.

Daimyo sinnir sorpeyðingu bæði í Noregi og í Hollandi

Í bréfinu er lýst starfsemi hluta­félagsins Daimyo sem var stofnað árið 2003. Það á og rekur þrjú sorporkuver í Noregi og eina sambyggða lífefna-, hita- og orkustöð í Hollandi (Combined heat and powerplant - CHP). Fyrirtækið á einnig orkuendurvinnslustöð í sameiningu með Elkem sem umbreytir hitaorku frá sílikon­verksmiðjum Elkem í raforku. Þar er besta möguleg tækni notuð sem bæði félögin hagnast á.

Sorporkustöð á Amager, ekki langt frá óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Hún var tekin í notkun í apríl 2017 og þykir ein fullkomnasta stöð sinnar tegundar í Evrópu.
Caption


Lýst er mikilli reynslu Daimyo af byggingu og rekstri sorporkustöðva þar sem bestu fáanlegri tækni er beitt til að endurnýta sorp og umbreyta því í orku. Unnið er samkvæmt ströngustu umhverfisverndarlögum og reglum Evrópusambandsins. Þá segir:


„Við höfum trú á að Daimyo með sína góðu viðskiptasögu og samkeppnishæft fyrirtækjanet, geti boðið fjármögnun og byggingu á fullkomnustu gerð af sorporkustöð sem völ er á í Evrópu.“

Í samvinnu við Sorporku á Íslandi

Lýst er náinni samvinnu Daimyo við Sorporku sem er félag er Bragi Már Valgeirsson stýrir, en hann var aðalvélstjóri í stórri sorporkustöð í Stafangri í Noregi 2012–1016. Með honum í félaginu eru Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur hjá ENVO, og verkfræðingurinn og fyrsti umhverfisráðherra Íslendinga, Eðvarð Júlíus Sólnes.

Vilja samstarf við Sorpu

Greint er frá því að Daimyo hafi gert samstarfssamning við Sorporku á Íslandi. Síðan segir:


„Hér með er lýst yfir áhuga Daimyo á að stofna fyrirtæki á Íslandi, annaðhvort sem einkahlutafélag eða fyrirtæki í samvinnu við Sorporku, sem hafi það að markmiði að reisa og reka sorporkustöð á Íslandi. Við höfum trú á að slík samvinna sem byggi á öflugum bakgrunni og reynslu Daimyo í WTE geiranum og með aðkomu og þekkingu Sorporku, geti leitt til byggingar og reksturs á stórri hátæknilegri sorporkustöð á Íslandi í beggja þágu. Þar sem SORPA er stærsta félagið í meðhöndlun á sorpi á Íslandi, viljum við gjarnan bjóða félaginu þátttöku í þessu verkefni, svo og öðrum sorphirðufyrirtækjum.“

Tilbúnir að sjá um fjármögnun og allt verkefnið frá A til Ö

Þá segist Daimyo tilbúið til að sjá um áætlanir, hönnun, fjármögnun, byggingu og rekstur sorporkustöðvar í náinni samvinnu við SORPU, íslensk yfirvöld og fyrirtæki gegn því að tryggt sé að stöðin fái nægt hráefni til starfseminnar í 25 ár. Miðað við umhverfisrannsóknir og annan undirbúning geti það tekið 5 ár frá undirritun samkomulags sem byggi á þessu tilboði.

Kvitebjørn Energi sorporkustöðin  í Øra, í Fredrikstad í Noregi, á að geta brennt 50-60.000 tonnum af sorpi á ári. Hún á að skila 160 gígawattstundum af varmaaorku fyrir fjarmvarmaveitu Fredrikstad og raforku að auki inn á  orkunetið í Noregi.
Caption

Þar muni Daimyo sjá um að meta allan kostnað á framkvæmdatíma, framkvæmdatímann sjálfan, bjóða fjármögnun og alla nauðsynlega tæknilega aðstoð í öllu ferlinu, sem og að finna samstarfsaðila við ýmsa þætti í byggingu sorporkuversins. Ætla má að slík stöð muni kosta 25–30 milljarða króna skv. upplýsingum frá Daimyo. Þá segist Daimyo hafa í hyggju að leita til íslenskra fyrirtækja eins og kostur er við alla framkvæmdina, einkum byggingarverktaka. Með því myndi skapast reynsla og þekking hjá íslenskum fyrirtækjum til að sinna verkefnum á þessu sviði. Eigi að síður myndi tæknibúnaður er lýtur að umhverfisvernd og orkuframleiðslu að mestu vera í höndum Daimyo og samstarfsfyrirtækja þess. Með öðrum orðum, Daimyo myndi sjá um verkið frá A til Ö, peningahliðina og allt annað.

Vegna COVID-19 óskuðu forsvarsmenn Daimyo eftir því að Sorporka sæi um að kynna verkefnið fyrir íslenskum hagsmunaaðilum, umhverfisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sorpu.
Samkvæmt fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst fyrir í janúar er ljóst að tíminn til að Ísland geti sjálft séð um að endurvinna sitt sorp er runninn mönnum úr greipum. Þar kom einnig fram, að um fyrirsjáanlega framtíð þarf að urða eða brenna um 100 þúsund tonn af úrgangi, sem ekki er hægt að endurvinna eða endurnýta.

Loka átti urðunarsvæðinu í Álfsnesi 1. janúar 2021, en því hefur verið frestað. Það blasir því við að flytja þurfi sorp úr landi til endurvinnslu og brennslu. Daimyo tekur einnig á þessu og segir í bréfinu til SORPU að ef tilboði verði tekið, geti fyrirtækið sett tafarlaust í gang ferli til að tryggja flutning á 60 til 80 þúsund tonnum af sorpi á ári til brennslu í sorporkustöðvum í Skandinavíu. Eða þar til lokið verði við byggingu slíkrar stöðvar á Íslandi.

Íslenskur, norskur og japanskur makríll
Fréttaskýring 16. júní 2021

Íslenskur, norskur og japanskur makríll

Nú er makrílvertíðin að byrja og ekkert samkomulag um heildar­kvóta makríls er í...

Liður í heildstæðri endur­skoðun löggjafar um jarðir og fasteignir
Fréttaskýring 15. júní 2021

Liður í heildstæðri endur­skoðun löggjafar um jarðir og fasteignir

Hinn 18. maí síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum ...

Bauðst til að hanna, fjármagna, byggja og reka hátæknisorporkustöð á Íslandi
Fréttaskýring 12. júní 2021

Bauðst til að hanna, fjármagna, byggja og reka hátæknisorporkustöð á Íslandi

Opnuð var rúmlega 6 milljarða króna gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi á á...

Mesta árssalan 116 þúsund tonn
Fréttaskýring 3. júní 2021

Mesta árssalan 116 þúsund tonn

Um 100 þúsund tonn af fiski renna í gegnum fiskmarkaði á Íslandi á ári hverju. Þ...

Endurvinnslumálum sópað undir teppið
Fréttaskýring 3. júní 2021

Endurvinnslumálum sópað undir teppið

Innleiðing orkuskipta í sam­göngum er nú keyrð áfram af miklum krafti víða um he...

Ástand lands og ákvarðanir um beit
Fréttaskýring 2. júní 2021

Ástand lands og ákvarðanir um beit

Þann 12. maí birti Bændablaðið grein eftir Ágústu Ágústsdóttur. Í greininni er a...

Norræn búfjárkyn búa yfir erfðafjölbreytni, hreysti og markaðstækifærum
Fréttaskýring 2. júní 2021

Norræn búfjárkyn búa yfir erfðafjölbreytni, hreysti og markaðstækifærum

Eftirfarandi grein er rituð af Mervi Honkatukia, forstöðumanni húsdýradeildar No...

Orð dagsins er VETNI
Fréttaskýring 27. maí 2021

Orð dagsins er VETNI

Vetni virðist vera orðið eins konar töfraorð í loftslagsumræðunni og baráttunni ...