Frambjóðendur svara skýrt og skorinort um landbúnað
Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Öll framboðin sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum vilja beita sér fyrir lægra raforkuverði til garðyrkjustöðva. Öll vilja þau líka styðja við hugmyndir um að neytendur skuli ávallt upplýstir um upprunaland matvöru hvar sem hún er á boðstólum. Aðeins Alþýðufylkingin er mótfallin því að bændur taki að sér verkefni á sviði kolefnisbindingar en öll önnur framboð eru tilbúin til að semja við bændur um að taka að sér slík verkefni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í örspurningum um landbúnað sem öll framboðin fengu sendar á dögunum.
Aðeins mátti svara með orðunum "Já", "Nei" eða "Hlutlaus". Eins og oft vill verða vilja stjórnmálamenn svara í lengra máli. Sumir hnýttu því athugasemdum aftan við svör sín sem sjá má undir töflunni hér undir (smellið til að stækka).
Aðeins mátti svara með orðunum "Já", "Nei" eða "Hlutlaus". Eins og oft vill verða vilja stjórnmálamenn svara í lengra máli. Sumir hnýttu því athugasemdum aftan við svör sín sem sjá má undir töflunni hér undir (smellið til að stækka).
Athugasemdir:
1) Hlutlaus, sum innlend framleiðsla hefur mjög stórt umhverfisfótspor.
2) Já sjálfsagt að beina því til opinberra aðila að kaupa íslenskar samkeppnishæfar vörur.
3) Nei, ekki einhliða.
4) Já, þegar greiningar á umhverfisfótspori eru fyrir hendi.
5) Já, í gegnum búvörusamninga.
6) Já, frá starfsstöðvum sem uppfylla sömu kröfur um heilbrigði og hér gilda.
7) Já, í áföngum.
8) Já / Nei (Þar sem þetta eru tvær spurningar eru tvö svör. Rýmka reglur = Já. Heimila óheftan flutning = Nei.)
9) Já, ef í ljós kemur við rannsóknir að innlendar framleiðsluvörur hafa í rauninni minna umhverfisfótspor, en það hefur ekki verið rannsakað nóg.
10) Nei, engin slík stefnumörkun hefur verið tekin.
11) Já, við viljum rýmka reglur (ekki óheftan flutning).
12) Hlutlaus: Það er flókinn útreikningur að bera saman kolefnisfótspor vegna innfluttra aðfanga (fóður, áburð, olíu o.s.frv.) og kolefnisfótspor vegna innfluttra matvæla.
13) Almenna reglan að kjötið sé frosið en hægt að gera undantekningar ef heilbrigðiskröfur eru sannarlega uppfylltar.
14) Já, það þarf að vanda sig. Gæta að öryggi og uppruna.
1) Hlutlaus, sum innlend framleiðsla hefur mjög stórt umhverfisfótspor.
2) Já sjálfsagt að beina því til opinberra aðila að kaupa íslenskar samkeppnishæfar vörur.
3) Nei, ekki einhliða.
4) Já, þegar greiningar á umhverfisfótspori eru fyrir hendi.
5) Já, í gegnum búvörusamninga.
6) Já, frá starfsstöðvum sem uppfylla sömu kröfur um heilbrigði og hér gilda.
7) Já, í áföngum.
8) Já / Nei (Þar sem þetta eru tvær spurningar eru tvö svör. Rýmka reglur = Já. Heimila óheftan flutning = Nei.)
9) Já, ef í ljós kemur við rannsóknir að innlendar framleiðsluvörur hafa í rauninni minna umhverfisfótspor, en það hefur ekki verið rannsakað nóg.
10) Nei, engin slík stefnumörkun hefur verið tekin.
11) Já, við viljum rýmka reglur (ekki óheftan flutning).
12) Hlutlaus: Það er flókinn útreikningur að bera saman kolefnisfótspor vegna innfluttra aðfanga (fóður, áburð, olíu o.s.frv.) og kolefnisfótspor vegna innfluttra matvæla.
13) Almenna reglan að kjötið sé frosið en hægt að gera undantekningar ef heilbrigðiskröfur eru sannarlega uppfylltar.
14) Já, það þarf að vanda sig. Gæta að öryggi og uppruna.
Bændablaðið sendi öllum framboðum sem bjóða fram lista vegna alþingiskosninganna 2017 spurningar er varða afstöðu þeirra til landbúnaðarmála.
Öll framboðin voru spurð sömu spurninganna og óskað var eftir hnitmiðuðum svörum í stuttu máli. Öllum var gefinn sami frestur til að svara.
Sjá aðra umfjöllun um spurningar til frambjóðenda:
Framboðin svara bændum um innviðauppbyggingu
Sjá aðra umfjöllun um spurningar til frambjóðenda:
Framboðin svara bændum um innviðauppbyggingu