Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Mynd / Special Tours
Fræðsluhornið 3. ágúst 2021

Víðförlir hnúfubakar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.

Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.

Staðsetning Grænhöfðaeyja.

Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn
Fræðsluhornið 9. september 2021

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn og fæstum sem þykir þær freistandi eða geðsleg...

Haustblómin  huggulegu
Fræðsluhornið 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakeri...

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi
Fræðsluhornið 7. september 2021

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi

Þegar Vallarbraut bauð mér að prófa nýtt rússneskt fjórhjól þá stakk ég upp á að...

Til bjargar vanræktum skógum á Íslandi
Fræðsluhornið 1. september 2021

Til bjargar vanræktum skógum á Íslandi

Að rækta upp skóg er gott. Víða um land eru fallegir og vel hirtir skógar, stóri...

Verða skordýr í auknum mæli próteingjafi í fóðri?
Fræðsluhornið 1. september 2021

Verða skordýr í auknum mæli próteingjafi í fóðri?

Fyrr á árinu kom út áhugaverð skýrsla frá hinum alþjóðlega landbúnaðarbanka Rabo...

Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka
Fræðsluhornið 1. september 2021

Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka

Eitt af umfangsmestu verkefnum RML eru sauðfjárdómarnir enda er þetta sú þjónust...

Nafngiftir kúnna
Fræðsluhornið 31. ágúst 2021

Nafngiftir kúnna

„Sól skín á fossa,“ segir hún Krossa. „Hvar á að tjalda,“ segir hún Skjalda. „Su...

Lifandi safn undir berum himni
Fræðsluhornið 31. ágúst 2021

Lifandi safn undir berum himni

Grasagarðurinn í Reykjavík fagnar sextíu ára afmæli á þessu ári. Hlutverk garðsi...