Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Mynd / Special Tours
Fræðsluhornið 3. ágúst 2021

Víðförlir hnúfubakar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.

Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.

Staðsetning Grænhöfðaeyja.

Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...

Aygo hefur tekið vaxtarkipp
Fræðsluhornið 12. september 2022

Aygo hefur tekið vaxtarkipp

Að þessu sinni var einn af nýjustu bílunum frá Toyota tekinn í prufuakstur. ...

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar
Fræðsluhornið 9. september 2022

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar

Hefðbundnir mexíkóskir réttir eiga sér aldagamla sögu og rætur að rekja til...

Starfsemi RML - Þriðji hluti
Fræðsluhornið 6. september 2022

Starfsemi RML - Þriðji hluti

Í þessum þriðja hluta greina um starfsemi RML mun ég gera rekstrar- og umhverf...