Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tinger er sex manna á landi, en fyrir fjóra á vatni.
Tinger er sex manna á landi, en fyrir fjóra á vatni.
Mynd / HLl
Á faglegum nótum 21. mars 2022

Tinger – frábært tæki fyrir íslenskar aðstæður

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Fyrir nokkru var mér boðið í heimsókn í fyrirtæki sem heitir Skutull og er að flytja inn fjölnota tæki sem ýmist má nota sem 8 hjóla eða á beltum og heitir Tinger. Samkvæmt auglýsingabæklingi er hægt að nota þetta tæki sem björgunartæki, slökkvibíl og ýmislegt annað, en þrír bílar ásamt ýmsum aukabúnaði eru komnir til landsins og tveir þeirra nú þegar seldir og afhentir.

Stýrið er næstum að öllu leyti eins og á mótorhjóli, ljós og aðrir takkar, nema að bremsan er vinstra megin.

Fer ekki hratt yfir

Steingrímur Mattíasson hjá Skutul tók á móti mér og sýndi mér fyrstu þrjá beltabílana sem Skutull flutti inn, en tveir þeirra voru þegar seldir til ferðaþjónustu ásamt aftanívögnum á hjólum, skíðum og með snjótönn. Þeir eru ágætlega útbúnir, sex manna á landi, en fjórir á vatni, miðstöð inni í þeim, en „sleðarnir“ ókyntir með sæti fyrir 4-6.

Auðvelt er að keyra Tinger, stýrið eins og á mótorhjóli, bensíngjöfin í hægra handfanginu eins og á mótorhjólum, en bremsan vinstra megin (þar sem kúplingin er venjulega á mótorhjólum). Það er auðvelt að keyra, þegar beygt er þá er þetta eins og að stýra beltavél (jarðýtu eða gröfu á beltum), ef maður beygir stýrið til hægri stoppar eða snuðar kúpling í hægri hjól, en þau vinstri halda áfram, uppgefin hámarkshraði er 42 km hraði.

Tinger, sá svarti er með miðstöð og er seldur.

Skráð sem torfærutæki

Númeraplatan er rauð með hvítum stöfum eins og motocross mótorhjól, vélsleðar og sum fjórhjól. Tæki með torfæruskráningu er ekki ætlað að vera í almennri umferð, en eru tryggð fyrir ökumann og farþega. Það er ágreiningur um hvort svona skráð tæki mega vera á götum, almennt er talað um að þau megi keyra stystu hugsanlega leið á svæði utan almennrar umferðar.

Eitthvað hefur verið um að menn hafi verið stoppaðir og jafnvel sektaðir fyrir að vera á „rauðnúmeraskráningu“ í umferð þegar viðkomandi var að keyra á vegi t.d. frá heimili eða gististað í slóða eða motocrossbraut, en á sér litla lagastoð þar sem tryggingar eru í lagi þó að ljósabúnaði sé ábótavant. Lengi vel komu meira að segja mótorhjól án bremsuljósa og stefnuljósa og notast var við handabendingar ökumanns þegar átti að beygja eða bremsa.

Tinger er hins vegar með öll ljós eins og hver annar bíll, stefnuljós, bremsuljós og háan og lágan framljósabúnað, en til að allir farþegar séu tryggðir verður skráningin að vera torfæruskráning (ekki hægt að tryggja farþega á traktorsskráningu).

Tvöfaldar keðjur flytja aflið úr gírkassa út í hjól.

Virkar við fyrstu sýn öflugt og sterkt fjölnota torfærutæki

Þegar ég skoðaði mótorinn kom hann kunnuglega fyrir sjónir, en mótorinn er sami þriggja strokka mótorinn og er í smærri John Deree traktorum (John Deree bændabílum með pall).

Gírkassinn er reimdrifin (svipað og í flestum fjórhjólum) og tvær tvöfaldar keðjur fyrir sína hvora hlið sjá um að koma aflinu niður í fjögur hjólin hvorum sín megin. Þegar beygt er kúplar önnur hliðin út, en hin snýr tækinu. Til að þetta virki þarf vélin í Tinger að vera á smá snúning því annars drepur vélin á sér.

Á bílnum sem ég prófaði fannst mér auðvelt að eiga við hann. Fór yfir allar þær hindranir sem ég þorði, auðvelt var að stýra
og flotið í nýföllnum snjónum var gott.

Tinger er ekki mikið hljóð­einangraður á milli vélar og farþegarýmis og er uppgefinn hávaði á botngjöf 80 db. (alveg á mörkum þess að þurfa að nota eyrnahlífar eða eyrnatappa).

Dekkin eru eins og skófludekk fyrir sand, en ætluð til að komast vel áfram í vatni.

Ýmsar hagnýtar upplýsingar

Vélin er þriggja strokka, 812cc., skilar 57 hestöflum. Bremsur eru diskabremsur við gírkassa. Tinger má bera 500 kg og er gerður fyrir sex manns. Dráttargeta er 700 kg og hann kemur með dráttarspili. Bensíntankurinn tekur 55 lítra.

Lengd er 3.100 mm, breidd er 1700 mm, en hæð mismunandi. Verðið á Tinger er frá 5.200.000 krónum, en fer algjörlega eftir búnaði sem settur er í hvern bíl fyrir sig. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Skutuls á slóðinni www.ifex3000.is og á heimasíðu framleiðanda www.tingeratv.com.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...