Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Slefsýki í lömbum er erfiður sjúkdómur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Alls ekki á að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn slefsýki.
Slefsýki í lömbum er erfiður sjúkdómur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Alls ekki á að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn slefsýki.
Á faglegum nótum 5. apríl 2022

Meðhöndlun vegna slefsýki

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma

Að gefnu tilefni vill Matvæla­stofnun árétta að á næstu misserum mun EB reglugerð nr. 6/2019 taka gildi innan EFTA-landanna, sem áréttar bann við fyrirbyggjandi notkun sýklalyfja í afurðagefandi dýr.

Skv. 107 gr. gildir eftirfarandi:

  • Ekki skal beita sýklalyfjum reglulega eða nota þau til að bæta fyrir lélega hollustuhætti, ófullnægjandi dýrahald eða skeytingarleysi eða til að bæta fyrir lélega bústjórn.
  • Ekki skal nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi meðferð (e. prophylaxis) nema í undan­tekningartilvikum, til inngjafar fyrir stök dýr eða takmarkaðan fjölda dýra þegar hættan á sýkingu eða smitsjúkdómi er mjög mikil og líklegt er að afleiðingarnar yrðu alvarlegar. Í slíkum tilvik­um skal takmarka notkun bakteríulyfja sem fyrirbyggjandi meðferð við inngjöf hjá stökum dýrum.
  • Einungis skal nota sýklalyf til verndar­meðferðar (e. meta­phylaxis) þegar hætta á útbreiðslu sýkingar eða smitsjúkdóms innan hóps dýra er mikil og þegar engir aðrir viðeigandi kostir eru fyrir hendi.

Slefsýki í lömbum er erfiður sjúkdómur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Alls ekki á að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn slefsýki. Þess í stað ætti að einbeita sér að aðgerðum sem minnka líkur á að smit berist í nýfædd lömb og aðeins gefa þeim sýklalyf eftir að sjúkdómsgreining liggur fyrir í hópnum það vorið.

Fyrirbyggjandi notkun sýkla­lyfja felur í sér hættu á auknu sýklalyfjaónæmi því ofnotkun og röng notkun á sýklalyfjum eykur val á ónæmum bakteríum og þ.a.l. tíðni þeirra. Aðeins næst að draga úr útbreiddri notkun lambataflna í nýfædd lömb hér á landi með sameiginlegu átaki dýralækna og sauðfjár­bænda. Stefna ætti að því að nota sýklalyf sem minnst og eingöngu þegar nauðsynlegt er og þegar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa ekki borið árangur.

Aðrar fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn slefsýki gætu t.d. verið bólusetning. Erfiðlega hefur gengið að nálgast bóluefni sem er sérframleitt fyrir sauðfé, en reynsla Norðmanna bendir til þess að nota megi bóluefni gegn colisýkingum sem skráð eru fyrir svín.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir,
sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma

Skylt efni: slefsýki

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...