Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Antirrhinum majus
Antirrhinum majus
Fræðsluhornið 30. júlí 2021

Lengdu sumarið í garðinum

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Öllum finnst okkur sumarið á Íslandi vera helst til of stutt fyrir okkar smekk. Gjarnan vildum við hafa sól og sumaryl lengi fram eftir haustinu en það er víst ekki eitthvað sem við getum stjórnað.

En eitt sem við getum hins vegar gert er að gera sumarlegt í kringum okkur og ýmist valið blóm sem blómstra seint eða standa lengi fram eftir haustinu.
Þrenningarfjólan er íslensk tegund sem er bæði harðgerð og svo er hún lengi að koma með blóm eftir að hún byrjar að blómstra í júní. Hægt er að smella þeim út í garð og þær lifa frekar lengi fram eftir haustinu með sínum fallega fjólubláa, gula og hvíta lit. Hún er falleg og mikil garðaprýði ásamt því að vera tákn Garðyrkjuskólans á Reykjum.

Skrautkál getur verið virkilega skemmtilegt og litríkt í garðinum. Það er harðgert og þolir vel frost fram eftir ári og getur jafnvel staðið af sér veturinn á skjólgóðum stöðum sunnanlands eða í þau skipti sem við Íslendingar fáum mildan vetur.

Stjúpur eru löngu orðnar að hálfgerðri klassík í íslenskum görðum. Þær eru til í ótal litum og litasamsetningum og eru þær ekki bara fallegar heldur virkilega duglegar að halda sér lengi fram eftir hausti með blómin sín stór og falleg. Stjúpurnar eru tvíærar og mynda fræbelgi að blómstrun lokinni og sá sér fyrir komandi sumar. Þá er ómögulegt að spá fyrir um hvaða litir koma upp og getur það verið virkilega spennandi að fylgjast með því um komandi sumar.

Snædrífa er lágvaxin og fíngerð en virkilega harðgerð og falleg planta sem blómstrar hvítum, fölbleikum eða fjólubláum blómum. Hún stendur í blóma allt sumarið, þekur vel þar sem hún er gróðursett og vill helst fá góðan og bjartan stað. Þessi fallega planta stendur vel og er mikið prýði alveg inn í haustið en þolir þó ekki frost.

Ljónsmunni er tignarlegt fjölært sumarblóm sem vex helst á skjólgóðum og sólríkum vaxtarstað en er einnig harðgert og duglegt. Það getur orðið allt að 90 sentímetrar á hæð en algengast í görðum er um 40 sentímetrar háar plöntur. Blómin eru í klasa upp eftir blómstönglinum, fremur óregluleg með blóm sem eru oftast einlit og er um virkilega fallega liti að velja.

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...

Aygo hefur tekið vaxtarkipp
Fræðsluhornið 12. september 2022

Aygo hefur tekið vaxtarkipp

Að þessu sinni var einn af nýjustu bílunum frá Toyota tekinn í prufuakstur. ...

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar
Fræðsluhornið 9. september 2022

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar

Hefðbundnir mexíkóskir réttir eiga sér aldagamla sögu og rætur að rekja til...

Starfsemi RML - Þriðji hluti
Fræðsluhornið 6. september 2022

Starfsemi RML - Þriðji hluti

Í þessum þriðja hluta greina um starfsemi RML mun ég gera rekstrar- og umhverf...