Rannsóknir sýna að þar sem starfsumhverfi einkennist af nálægð gróðurs hefur hann í sjálfu sér afkastahvetjandi áhrif sem hafa jafnvel verið mæld í tugum prósenta.
Rannsóknir sýna að þar sem starfsumhverfi einkennist af nálægð gróðurs hefur hann í sjálfu sér afkastahvetjandi áhrif sem hafa jafnvel verið mæld í tugum prósenta.
Fræðsluhornið 15. janúar

Hvers vegna inniblóm?

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Stofuplöntur eru heil­næmar og gera okkur hamingjusöm. Þetta er staðhæfing sem garðyrkjumenn og áhuga­fólk um ræktun pottaplantna nota sífellt oftar og er ekki úr vegi að færa dálítil rök fyrir henni hér, en nú hafa nemendur og starfsfólk á Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum kynnt á þriðja tug pottablóma allt síðasta ár á síðum Bændablaðsins.

„Ræktaðu garðinn þinn“ var ein loka­niðurstaðan eftir allt heimshornaflakk sögu­persónu­nnar Birtíngs í hinni kostulegu skáld­sögu „Candide, ou l'Optimisme“ eftir Voltaire. Þegar öll kurl voru komin til grafar reyndist friðsemd og einfaldleiki öllu æðra. Þetta eru víst orð að sönnu en ræktun krefst ekki stórra garða, jafnvel er hægt að skynja þessa ró og andlegu vellíðan með ræktun plantna í heimahúsum. Það hafa margir reynt að því fylgir fullnægja að fylgjast með gróðrinum vaxa og dafna, að sinna honum þannig að hann þrífist sem best og grípa inn í þegar á bjátar. Að vera samvistum við grænan gróður er að sínu leyti sambærilegt við að njóta félagsskapar gæludýra.

Fegurð blóma og laufa

Aðrir njóta fyrst og fremst fegurðar blómanna og þar kemur margt til. Lauf, blómgerð, litir og form eru til þess fallin að gleðja auga og hjarta. Fjölbreytileiki græna litarins virkar róandi á flesta einstaklinga og veitir tilfinningu, jafnvel fullvissu, um náttúrulegt jafnvægi. Þar sem hinir ýmsu grænu litatónar njóta sín í náttúrunni er líklegt að jörð sé frjó, lífríkið auðugt og nægilegt vatn í nánd, við upplifum öryggi. Þessi tilfinning má segja að sé sammannleg og margir finna til hennar við hvers konar ræktun þótt í litlum mæli sé.

Inniplöntur hafa jafnvel hag­stæð áhrif á loftið í híbýlunum. Séu nokkrar vel valdar blaðplöntur ræktaðar í víðum pottum hækkar loftraki í herbergjum en þurrt loft er yfirleitt vanda­mál í heimahúsum. Í þröngum, illa loftræstum herbergjum geta plöntur jafnvel tekið upp nokkuð af óheilnæmum efnum úr andrúmslofti sem berast í það úr nytjahlutum eins og húsgögnum, fatnaði og raftækjum svo dæmi séu tekin. 

Betra starfsumhverfi með blómum

Rannsóknir hafa sýnt að þar sem starfsumhverfi einkennist af nálægð gróðurs hefur hann í sjálfu sér afkastahvetjandi áhrif sem hafa jafnvel verið mæld í tugum prósenta, til dæmis í skrifstofuhúsnæði, sem annars getur verið ansi líflaust og dauflegt. Plönturíkt umhverfi er talið hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif, lækka of hraðan hjartslátt, draga úr andlegu álagi og það skerpir athygli, einbeitingu og minni í dagsins önn. Hér er ekki verið að tala um að breyta vinnustaðnum í frumskóg, nægilegt hefur reynst að koma fallegum plöntum smekklega fyrir hér og þar.

Uppeldislegan ávinning þess að rækta stofublóm má einnig nefna. Börn og unglingar geta lært um þarfir plantnanna, tekið þátt í að halda þeim fallegum með réttri aðhlynningu og hægt er að sýna hvernig fjölga má þeim með sáningu eða græðlingum og skoða á hvern hátt árstíðirnar hafa áhrif á þær. Margir fá þannig að kynnast heimi plantnanna frá unga aldri, sem kemur þeim til góða síðar á svo fjölbreyttan hátt.

Að síðustu er hægt að minnast á að margir hafa ánægju af að rækta plöntur sem nýta má til matar, kryddjurtir, tejurtir og jafnvel grænmetisplöntur af ýmsu tagi.

 

Kanill og þefskyn Guðs
Fræðsluhornið 25. september

Kanill og þefskyn Guðs

Kanill er með elstu kryddum veraldar. Um tíma var það ríflega þyngdar sinnar vir...

Fer skógrækt saman með endurheimt votlendis?
Fræðsluhornið 23. september

Fer skógrækt saman með endurheimt votlendis?

Það er ágætt að árétta það strax í upphafi að allar aðgerðir sem draga úr áhrifu...

Kaffi er best í hófi
Fræðsluhornið 17. september

Kaffi er best í hófi

Á eftir hráolíu er kaffi verðmætasta varan í milliríkjaviðskiptum í heiminum og ...

Naut til notkunar næstu vikurnar
Fræðsluhornið 14. september

Naut til notkunar næstu vikurnar

Þessa mánuðina hefur á undan­förnum árum verið hvað minnst um að vera í sæðingum...

Gróðursetjum tré og runna á haustin
Fræðsluhornið 14. september

Gróðursetjum tré og runna á haustin

Garðeigendur hafa verið duglegir að gróðursetja tré, runna og blóm í garða sína ...

Bláber frá Ameríku
Fræðsluhornið 11. september

Bláber frá Ameríku

Berjaspretta hefur verið ágæt það sem af er hausti víðast á landinu en að þessu ...

Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi
Fræðsluhornið 1. september

Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi

Í lok júlímánaðar staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráð­herra þá tillögu fr...

Tökum hey- og jarðvegssýni
Fræðsluhornið 1. september

Tökum hey- og jarðvegssýni

Það er mikilvægt að taka árlega heysýni og senda í efnagreiningu til að hafa í h...