Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Fræðsluhornið 7. maí 2021

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum.

Allir sem hafa fylgst með vexti plantna, hvort sem það er í náttúrunni eða í eldhúsglugganum, vita að blöðin leita í áttina að birtu hvort sem hún kemur frá sólinni eða rafmagnsperu. Ástæða þessa er að í blöðunum eru grænukorn sem nýta birtuna til að planta geti vaxið og dafnað. Á svipaðan hátt leita rætur plantna niður á við og sækja vatn og nauðsynleg næringarefni í jarðveginn.

Vextinum er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.

Fyrrgreindir vísindamenn hafa undanfarið verið að skoða þessi auxin og hvernig þau fara að því að beina vextinum í ákveðna átt. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því að kanna áhrif efnisins Naptalan, Napthylphphthalic acid, á getu auxin til að stjórna vextinum. NPA hefur verið notað sem illgresiseitur bæði í löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir tvíkímblöðunga.

Dr. Ulrich Hammes, sem er í forsvari fyrir rannsóknarinnar, segir að NPA geti verulega dregið úr vexti plantna með því að hamla virkni auxina og að þannig megi nota það til að draga úr vexti illgresis sé það rétt notað. Hammes segir að rannsóknir af þessu tagi séu rétt skref í áttina að betri notkun á varnarefnum og aukinni landnýtingu í landbúnaði og öruggari matvælaframleiðslu.

Skylt efni: Grasafræði

Tími hortensíunnar er runninn upp
Fræðsluhornið 18. júní 2021

Tími hortensíunnar er runninn upp

Sumar garðplöntur eru einfaldlega klassískar. Litir og form garðblóma heilla ræk...

Úlfar hafsins I
Fræðsluhornið 18. júní 2021

Úlfar hafsins I

Háhyrningar eru útbreiddustu spendýr jarðar og finnast í öllum heimsins höfum. H...

Vel blómstrandi tré og runnar
Fræðsluhornið 14. júní 2021

Vel blómstrandi tré og runnar

Fátt vekur meiri kátínu og gleði hjá garð­eig­endum en þessar dá­sam­legu tegund...

Salt jarðarinnar
Fræðsluhornið 11. júní 2021

Salt jarðarinnar

Salt er steinefni sem að mestu er samsett úr natríum og klóri, NaCl, og finnst v...

Árangur skjólbeltaræktunar á Vestfjörðum
Fræðsluhornið 9. júní 2021

Árangur skjólbeltaræktunar á Vestfjörðum

Skjólbelti eru tré og runnar sem nýtt eru til að draga úr vindhraða, skapa skjól...

Subaru Outback LUX 169 hestafla bensínbíll
Fræðsluhornið 9. júní 2021

Subaru Outback LUX 169 hestafla bensínbíll

Laugardaginn 8. maí frumsýndi BL nýjan Subaru Outback og að frumsýningu lokinni ...

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022
Fræðsluhornið 8. júní 2021

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossarækt­endur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folö...

Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið
Fræðsluhornið 4. júní 2021

Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið