Glókollur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og vegur svipað og 5 krónu mynt (um 6 grömm). Hann er nokkuð nýr landnemi og að öllu leyti skógarfugl, því er nokkuð ljóst að hann hefur numið hér land í kjölfar mikillar aukningar í greniskógrækt.

Upp úr aldamótum fer að bera á fjölgun glókolla og er áætlað að stofninn sé núna á bilinu 1.000-2.000 pör. Hann er staðfugl en þrátt fyrir smæð sína þá stendur hann ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Engu að síður hafa komið hrun í stofninn sem líklega tengjast sveiflu í framboði á grenilús sem er undirstöðufæða glókollsins. Fuglinn er frekar hnöttóttur í laginu með stutta og breiða vængi. Hann er grænleitur með svarta og gula kollrák nema hjá karlfuglinum er kollrákin að hluta appelsínugul. Þeir eru mjög kvikir og halda sig gjarnan innarlega í trjám en eiga það til að koma út á greinarnar í leit að fæði. Það getur því verið áskorun að koma auga á þennan litla fugl en oft kemur hann þó upp um sig því þeir eru sítístandi og kallandi sín á milli. Glókollar verpa iðulega nokkrum sinnum á sumri og allt að því 6-11 egg í hvert skipti. Svona mikil urpt spilar stóran þátt í því hvað stofnin
n getur náð sér fljótt á strik aftur eftir áföll og stækkað hratt á skömmum tíma.

Skylt efni: fuglinn

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...

Aygo hefur tekið vaxtarkipp
Fræðsluhornið 12. september 2022

Aygo hefur tekið vaxtarkipp

Að þessu sinni var einn af nýjustu bílunum frá Toyota tekinn í prufuakstur. ...

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar
Fræðsluhornið 9. september 2022

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar

Hefðbundnir mexíkóskir réttir eiga sér aldagamla sögu og rætur að rekja til...

Starfsemi RML - Þriðji hluti
Fræðsluhornið 6. september 2022

Starfsemi RML - Þriðji hluti

Í þessum þriðja hluta greina um starfsemi RML mun ég gera rekstrar- og umhverf...