Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust
Fréttir 7. september 2018

Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust verða settir upp 40 fósturvísar af Aberdeen Angus nautgripum í íslenskar kýr. Búist er við að næsta sumar fæðist um 20 hreinræktaðir Angus kálfar til viðbótar þeim 11 sem vænst er á næstu vikum.

Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur segir að 50% afföll séu algeng þegar settir eru upp fósturvísar og að af þeim 34 Aberdeen Angus fósturvísum sem settir voru í íslenskar kýr á síðasta ári hafi 11 haldið og að tveir séu enn til ónotaðir.

Fyrsti kálfur borinn

„Það fæddist einn nautkálfur 30. ágúst síðastliðinn og við eigum von á tíu til viðbótar núna í september.
Snemma í ágúst síðastliðinn komu til landsins 38 nýir fósturvísar frá Noregi af sama kyni og þeir verða settir upp ásamt þessum tveimur sem við áttum fyrir í haust eða þegar við erum búnir að safna kúnum saman. Þannig að það má búast við að það fæðist um 20 Aberdeen Angus kálfar í júní til ágúst á næsta ári.
Um næstu jól gerum við því ráð fyrir að það verði ellefu Aberdeen Angus kálfar í einangrunarstöðinni að Stóra Ármóti og um það bil tuttugu fangskoðaðar kýr sem bera næsta sumar.“

Kvígurnar byggja upp hjörð

Baldur segir að tekið verði sæði úr nautkálfunum sem fæðast í haust þegar þeir ná kynþroska og það fryst til geymslu og notkunar síðar. Síðan er mögulegt að selja þá sem kynbótagripi eftir að sóttkvínni lýkur til notkunar fyrir bændur.

Kvígunum munum við halda til að byggja upp hjörð af hreinræktuðum gripum af Aberdeen  Angus-kúm. Þegar þær ná kynþroska getum við hætt að flytja inn fósturvísa og flutt inn sæði í staðinn sem er margfalt ódýrara þar sem sæðisskammturinn kostar innan við tíu þúsund krónur en fósturvísir vel á annað hundrað þúsund.

Hugmyndin er að Stóra Ármót verði í framtíðinni ræktunarbú fyrir Aberdeen Angus nautgripi þar sem bændur hafa aðgang að kynbótagripum.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...