Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust
Fréttir 7. september 2018

Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust verða settir upp 40 fósturvísar af Aberdeen Angus nautgripum í íslenskar kýr. Búist er við að næsta sumar fæðist um 20 hreinræktaðir Angus kálfar til viðbótar þeim 11 sem vænst er á næstu vikum.

Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur segir að 50% afföll séu algeng þegar settir eru upp fósturvísar og að af þeim 34 Aberdeen Angus fósturvísum sem settir voru í íslenskar kýr á síðasta ári hafi 11 haldið og að tveir séu enn til ónotaðir.

Fyrsti kálfur borinn

„Það fæddist einn nautkálfur 30. ágúst síðastliðinn og við eigum von á tíu til viðbótar núna í september.
Snemma í ágúst síðastliðinn komu til landsins 38 nýir fósturvísar frá Noregi af sama kyni og þeir verða settir upp ásamt þessum tveimur sem við áttum fyrir í haust eða þegar við erum búnir að safna kúnum saman. Þannig að það má búast við að það fæðist um 20 Aberdeen Angus kálfar í júní til ágúst á næsta ári.
Um næstu jól gerum við því ráð fyrir að það verði ellefu Aberdeen Angus kálfar í einangrunarstöðinni að Stóra Ármóti og um það bil tuttugu fangskoðaðar kýr sem bera næsta sumar.“

Kvígurnar byggja upp hjörð

Baldur segir að tekið verði sæði úr nautkálfunum sem fæðast í haust þegar þeir ná kynþroska og það fryst til geymslu og notkunar síðar. Síðan er mögulegt að selja þá sem kynbótagripi eftir að sóttkvínni lýkur til notkunar fyrir bændur.

Kvígunum munum við halda til að byggja upp hjörð af hreinræktuðum gripum af Aberdeen  Angus-kúm. Þegar þær ná kynþroska getum við hætt að flytja inn fósturvísa og flutt inn sæði í staðinn sem er margfalt ódýrara þar sem sæðisskammturinn kostar innan við tíu þúsund krónur en fósturvísir vel á annað hundrað þúsund.

Hugmyndin er að Stóra Ármót verði í framtíðinni ræktunarbú fyrir Aberdeen Angus nautgripi þar sem bændur hafa aðgang að kynbótagripum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...