Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust
Fréttir 7. september 2018

Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust verða settir upp 40 fósturvísar af Aberdeen Angus nautgripum í íslenskar kýr. Búist er við að næsta sumar fæðist um 20 hreinræktaðir Angus kálfar til viðbótar þeim 11 sem vænst er á næstu vikum.

Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur segir að 50% afföll séu algeng þegar settir eru upp fósturvísar og að af þeim 34 Aberdeen Angus fósturvísum sem settir voru í íslenskar kýr á síðasta ári hafi 11 haldið og að tveir séu enn til ónotaðir.

Fyrsti kálfur borinn

„Það fæddist einn nautkálfur 30. ágúst síðastliðinn og við eigum von á tíu til viðbótar núna í september.
Snemma í ágúst síðastliðinn komu til landsins 38 nýir fósturvísar frá Noregi af sama kyni og þeir verða settir upp ásamt þessum tveimur sem við áttum fyrir í haust eða þegar við erum búnir að safna kúnum saman. Þannig að það má búast við að það fæðist um 20 Aberdeen Angus kálfar í júní til ágúst á næsta ári.
Um næstu jól gerum við því ráð fyrir að það verði ellefu Aberdeen Angus kálfar í einangrunarstöðinni að Stóra Ármóti og um það bil tuttugu fangskoðaðar kýr sem bera næsta sumar.“

Kvígurnar byggja upp hjörð

Baldur segir að tekið verði sæði úr nautkálfunum sem fæðast í haust þegar þeir ná kynþroska og það fryst til geymslu og notkunar síðar. Síðan er mögulegt að selja þá sem kynbótagripi eftir að sóttkvínni lýkur til notkunar fyrir bændur.

Kvígunum munum við halda til að byggja upp hjörð af hreinræktuðum gripum af Aberdeen  Angus-kúm. Þegar þær ná kynþroska getum við hætt að flytja inn fósturvísa og flutt inn sæði í staðinn sem er margfalt ódýrara þar sem sæðisskammturinn kostar innan við tíu þúsund krónur en fósturvísir vel á annað hundrað þúsund.

Hugmyndin er að Stóra Ármót verði í framtíðinni ræktunarbú fyrir Aberdeen Angus nautgripi þar sem bændur hafa aðgang að kynbótagripum.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...