Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust
Fréttir 7. september 2018

Fjörutíu fósturvísar settir upp í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust verða settir upp 40 fósturvísar af Aberdeen Angus nautgripum í íslenskar kýr. Búist er við að næsta sumar fæðist um 20 hreinræktaðir Angus kálfar til viðbótar þeim 11 sem vænst er á næstu vikum.

Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur segir að 50% afföll séu algeng þegar settir eru upp fósturvísar og að af þeim 34 Aberdeen Angus fósturvísum sem settir voru í íslenskar kýr á síðasta ári hafi 11 haldið og að tveir séu enn til ónotaðir.

Fyrsti kálfur borinn

„Það fæddist einn nautkálfur 30. ágúst síðastliðinn og við eigum von á tíu til viðbótar núna í september.
Snemma í ágúst síðastliðinn komu til landsins 38 nýir fósturvísar frá Noregi af sama kyni og þeir verða settir upp ásamt þessum tveimur sem við áttum fyrir í haust eða þegar við erum búnir að safna kúnum saman. Þannig að það má búast við að það fæðist um 20 Aberdeen Angus kálfar í júní til ágúst á næsta ári.
Um næstu jól gerum við því ráð fyrir að það verði ellefu Aberdeen Angus kálfar í einangrunarstöðinni að Stóra Ármóti og um það bil tuttugu fangskoðaðar kýr sem bera næsta sumar.“

Kvígurnar byggja upp hjörð

Baldur segir að tekið verði sæði úr nautkálfunum sem fæðast í haust þegar þeir ná kynþroska og það fryst til geymslu og notkunar síðar. Síðan er mögulegt að selja þá sem kynbótagripi eftir að sóttkvínni lýkur til notkunar fyrir bændur.

Kvígunum munum við halda til að byggja upp hjörð af hreinræktuðum gripum af Aberdeen  Angus-kúm. Þegar þær ná kynþroska getum við hætt að flytja inn fósturvísa og flutt inn sæði í staðinn sem er margfalt ódýrara þar sem sæðisskammturinn kostar innan við tíu þúsund krónur en fósturvísir vel á annað hundrað þúsund.

Hugmyndin er að Stóra Ármót verði í framtíðinni ræktunarbú fyrir Aberdeen Angus nautgripi þar sem bændur hafa aðgang að kynbótagripum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...