Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búrfell og Þjófafoss í Þjórsá. Búrfellsstöð er í hlíð Búrfellsins að vestanverðu.
Búrfell og Þjófafoss í Þjórsá. Búrfellsstöð er í hlíð Búrfellsins að vestanverðu.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2016

Fimmtán milljarðar fara í stækkun Búrfellsvirkjunar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor við stækkun Búrfellsvirkjunar og að þær standi yfir til miðs árs 2018. 
 
„Það er mjög ánægjulegt að mínu mati að framkvæmdir við Búrfell 2 skuli vera í þann veginn að hefjast. Það er búið að liggja fyrir um nokkurt skeið að farið verði í þetta verkefni. Raunverulega var það fyrir 35 árum eða svo sem fyrstu tilburðir til þessara framkvæmda hófust. En það var svo ákveðið að setja aðrar virkjanir framar í röðina. Aðstæður eru í raun afar hagstæðar. Lónið er til staðar og rask sem fylgir virkjuninni verður tiltölulega lítið. Kostnaður er mér sagt að verði 13–15 milljarðar. 
 
Ef við setjum það í samhengi við Búðarháls þar sem kostnaður var um 28 milljarðar og framleiðslugeta 90 megawött (MW) á móti 100 MW í Búrfelli 2,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
 
Sveitarfélagið hefur samþykkt framkvæmdaleyfi virkjunarinnar. Ráðgert er að gangsetja stækkunina í aprílmánuði 2018. Um 150 manns munu fá vinnu við byggingu virkjunarinnar.
 
Fasteignagjöldin til sveitarfélagsins
 
Kristófer segir að íbúar sveitarfélagsins verði örugglega varir við framkvæmdirnar þegar þær fara af stað.
„Já, þetta mun þýða talsverða umferð um sveitarfélagið meðan á framkvæmdum stendur og við reiknum með að heimamönnum, ekki síður en öðru fólki, muni standa til boða störf við framkvæmdirnar.
 
Framtíðarstörfum við Búrfell mun þó ekki fjölga að neinu ráði. Varla nema tvö til þrjú ársverk. Sveitarfélagið mun fá fasteignagjöld af stöðvarhúsi virkjunarinnar, vissulega munar um það,“ segir hann. 
− En er almenn sátt um stækkunina í sveitarfélaginu?
„Já, ég met það svo að full sátt sé um framkvæmdina meðal íbúa sveitarfélagsins. Ég hef ekki heyrt nokkurn einasta íbúa lýsa vanþóknun á að virkjunin verði byggð. En auðvitað get ég ekki útilokað að leynst geti fólk sem ekki er sátt við framkvæmdina.“
 
Lítið áberandi mannvirki
 
„Um 14% af rennslisorku við Búrfellsstöð, eða sem nemur um 410 GWst, renna að jafnaði ónýtt fram hjá stöðinni á hverju ári. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýtingu á því rennsli. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur á samskiptasviði Landsvirkjunar. Auk þess segir hann að lögð verði  áhersla á að mannvirki verði sem minnst áberandi. 
 
Mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslisskurður og inntaksmannvirki virkjunarinnar.
 
„Stöðvarhúsið verður staðsett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. Landsvirkjun mun tryggja aðgengi að útivistarsvæðum í nágrenni Búrfellsstöðvar. Enn fremur er ætlunin að skoða möguleika á að tengja þau svæði við upplýsingamiðstöðvar í Þjórsárdal,“ bætir Ívar Páll við.
 
 Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 Gígawattstundir (GWst) á ári. 

2 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...