Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félagsheimilið á Borg er með glæsilegustu félagsheimilum landsins enda hefur húsinu alltaf fengið gott viðhald.
Félagsheimilið á Borg er með glæsilegustu félagsheimilum landsins enda hefur húsinu alltaf fengið gott viðhald.
Mynd / MHH
Fréttir 7. apríl 2016

Félagsheimlið Borg í Grímsnesi 50 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli Félagsheimilisins Borgar í Grímsnes og Grafningshreppi laugardaginn 27. febrúar en húsið var vígt 19.febrúar 1966.
 
Séra Ingólfur Guðmundsson sóknarprestur gaf félagsheimilinu nafn og sagði, „Borg“ skal þessi bygging heita. Tvöfaldur kvartett söng fjögur lög undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar sem þá var átján ára gamall.Kvenfélagið hefur haldið tombólu svo lengi sem elstu menn muna í húsinu, auk þess sem ungmennafélagið hefur haldið þorrablótin sín öll fimmtíu árin í húsinu. Þá voru sveitaböllin á Borg mjög vinsæl og oft um eitt þúsund manns sem sóttu þau þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins spiluðu. Á dansleik voru yfirleitt sex dyraverðir og fjórir lögreglumenn. Sveitaböllin eru alveg hætt á Borg en húsið er fyrst og fremst menningarhús  sveitarinnar og leigt undir ýmsa starfsemi eins og brúðkaup, fermingar, erfisdrykkjur, tónleika og fleira. 

6 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...