Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum
Mynd / vefur Austurfrétt
Fréttir 18. mars 2016

Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að ræða við tvö félagasamtök í Eiðaþinghá sem vilja kaupa gamla barna- og leikskólann á Eiðum. Félagasamtökin eru Búnaðarfélag Eiðaþinghár og Kvenfélag Eiðaþinghár. Tilboð félaganna tveggja í skólahúsnæðið nemur 23 milljónum króna.
 
Farið var yfir drög að kaupsamningi við félögin á fundi bæjarráðs á dögunum en jafnframt voru lögð fram drög að samningi um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum sem og drög að samningi um fjarvarmaveituna sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar.
 
Á fundinum var bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá og undirrita samningana með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
 
Afnot af íþróttavelli gegn því að hirða hann
 
Í tilboði búnaðarfélagsins og kvenfélagsins er einnig óskað eftir afnotum af íþróttavellinum sem fyrir er á Eiðum gegn því að félögin sjái um að hirða hann.  Völlurinn hefur verið í eigu sveitarfélagsins um árabil, en í umsjá UÍA. Félögin tvö hafa hug á að reka ferðaþjónustu í hluta húsanna sem fyrir eru á staðnum og nýta það að auki sem félagsaðstöðu fyrir nærsamfélagið.
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...