Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum
Mynd / vefur Austurfrétt
Fréttir 18. mars 2016

Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að ræða við tvö félagasamtök í Eiðaþinghá sem vilja kaupa gamla barna- og leikskólann á Eiðum. Félagasamtökin eru Búnaðarfélag Eiðaþinghár og Kvenfélag Eiðaþinghár. Tilboð félaganna tveggja í skólahúsnæðið nemur 23 milljónum króna.
 
Farið var yfir drög að kaupsamningi við félögin á fundi bæjarráðs á dögunum en jafnframt voru lögð fram drög að samningi um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum sem og drög að samningi um fjarvarmaveituna sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar.
 
Á fundinum var bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá og undirrita samningana með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
 
Afnot af íþróttavelli gegn því að hirða hann
 
Í tilboði búnaðarfélagsins og kvenfélagsins er einnig óskað eftir afnotum af íþróttavellinum sem fyrir er á Eiðum gegn því að félögin sjái um að hirða hann.  Völlurinn hefur verið í eigu sveitarfélagsins um árabil, en í umsjá UÍA. Félögin tvö hafa hug á að reka ferðaþjónustu í hluta húsanna sem fyrir eru á staðnum og nýta það að auki sem félagsaðstöðu fyrir nærsamfélagið.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...