Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum
Mynd / vefur Austurfrétt
Fréttir 18. mars 2016

Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að ræða við tvö félagasamtök í Eiðaþinghá sem vilja kaupa gamla barna- og leikskólann á Eiðum. Félagasamtökin eru Búnaðarfélag Eiðaþinghár og Kvenfélag Eiðaþinghár. Tilboð félaganna tveggja í skólahúsnæðið nemur 23 milljónum króna.
 
Farið var yfir drög að kaupsamningi við félögin á fundi bæjarráðs á dögunum en jafnframt voru lögð fram drög að samningi um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum sem og drög að samningi um fjarvarmaveituna sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar.
 
Á fundinum var bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá og undirrita samningana með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
 
Afnot af íþróttavelli gegn því að hirða hann
 
Í tilboði búnaðarfélagsins og kvenfélagsins er einnig óskað eftir afnotum af íþróttavellinum sem fyrir er á Eiðum gegn því að félögin sjái um að hirða hann.  Völlurinn hefur verið í eigu sveitarfélagsins um árabil, en í umsjá UÍA. Félögin tvö hafa hug á að reka ferðaþjónustu í hluta húsanna sem fyrir eru á staðnum og nýta það að auki sem félagsaðstöðu fyrir nærsamfélagið.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...