Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Félagar í Hestamannafélaginu Létti  endurbyggja rétt á Kaupangsbökkum
Fréttir 2. júní 2015

Félagar í Hestamannafélaginu Létti endurbyggja rétt á Kaupangsbökkum

Höfundur: Margét Þ. Þórsdóttir

Vaskir félagar úr Hestamanna­félaginu Létti á Akureyri hafa frá því í fyrrahaust unnið ötullega að því að endurbyggja rétt á jörð sinni Kaupangsbökkum.  

Réttin bætir mjög aðstöðu fyrir bæði hross og menn sem þarna fara um, en Kaupangsbakkar er sá áfangastaður á norðanverðu landinu sem hvað flestir hestamenn staldra við á.  Þaðan liggur leið fram í jörð meðfram bökkum Eyjafjarðarár sem og einnig leið austur yfir Bíldsárskarð og yfir Vaðlaheiði.

Sigfús Helgason, félagi í Létti, segir að hugmyndin um að endurbæta réttina hafi kviknað fyrir alvöru síðastliðið haust þegar hestamenn komu úr ferðalagi úr Þingeyjarsýslu og enduðu líkt og áður á Kaupangsbökkum.

„Það má segja að frá því hugmyndin fór á flug á haustdögum 2014 hafi mikið verið reiknað, teiknað, mokað, smíðað, borað og skrúfað,“ segir Sigfús. Allmargir Léttisfélagar hafa lagt hönd á plóg og unnið að kappi á liðnum vetri.

Næsta skref að bæta aðstöðu innandyra

„Það var löngu tímabært að hefja endurbætur á þeim mannvirkjum sem þarna standa,“ segir Sigfús.  Nú í vor og á komandi sumri er fyrirhugað að setja það á veggi sem enn standa eftir af þeim gömlu húsum sem enn standa og koma þar upp aðstöðu innandyra, svo hestamenn geti yljað sér á heitum kaffisopa.

„Með þessum framkvæmdum erum við núlifandi hestamenn í Létti að  halda á lofti og heiðra minningu þeirra félaga okkar sem hófu verkið, þakka um leið fyrir okkur og skila jörðinni sem okkur þykir svo vænt um til ungu kynslóðarinnar í félaginu.“

Þrískipt rétt um 550 fm að stærð

Sigfús segir að þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir og haldið verður áfram við muni koma þeim sem leið eiga um bakka Eyjafjarðarár vel.  Réttin er þrískipt, tveir aðskildir dilkar sem hvor um sig er 150 fm að stærð og um 250 fm hólf vestan hennar, eða samtals um 550 fm.  Notaðir eru rafmagnsstaurar og 12 mm vír þræddur í gegn, en sams konar efni var notað í rétt sem stendur austan við Fosshól. Hestamannafélagið Léttir hafði forgöngu um þá myndarlegu framkvæmd.

Mikil framkvæmdagleði hjá Léttismönnum

Á næstu dögum verður enn ein réttin, svipuð þeirri og stendur á Kaupangsbökkum, byggð upp í Hlíðarholtshverfi, hesthúsahverfi á Akureyri.

„Það er hverju orði sannara að það er mikill framkvæmdahugur og kraftur í Léttisfélögum og þær framkvæmdir sem við höfum standið fyrir bæta alla aðstöðu fyrir hestamenn hér um slóðir til mikilla muna,“ segir Sigfús Helgason.

Skylt efni: Hestamenn | Léttir

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...