Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fréttir 10. september 2018

Eðlilegt að fjármununum verði skilað til neytenda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólafur Stephensen, framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda, svaraði fyrirspurn Bændablaðsins um það hvort og hvernig FA mundi bæta neytendum ofálagningu landbúnaðarvara ynni félagið málið gegn ríkinu vegna tolla á búvörum.

„Félag atvinnurekenda er ekki aðili að þessu máli, heldur einstök fyrirtæki. FA fær því enga peninga í hendur ef það vinnst og félagið mun augljóslega ekki útdeila neinu fé.

Hvað varðar hins vegar fyrirtækin sem eiga aðild að þessum dómsmálum, þá geri ég ráð fyrir að þessum fjármunum verði skilað til neytenda með einum eða öðrum hætti. Mér þykir slíkt leiða af sjónarmiðum um góða viðskiptahætti og virka samkeppni. Endurgreiðslur útboðsgjaldanna samkvæmt fyrri dómum hafa almennt skilað sér til neytenda í lægra verði á vörum viðkomandi fyrirtækja í framhaldinu. Sum hafa auglýst það sérstaklega, önnur ekki.

Það sem meira máli skiptir fyrir neytendur er að þeir muni auk þess njóta í framhaldi af slíkum dómi þess ávinnings í formi lægra verðs, sem niðurstaða dómstóla kallaði á. Það er líka rétt að íslenska ríkið komi sjálft að því að rétta hlut neytenda við þessar aðstæður, því það má ekki gleymast að sé skattlagningin ólögleg þá er það ríkið sem ber bótaábyrgðina í lagalegum skilningi.

Við hjá FA höfum alla tíð hvatt okkar félagsmenn til að láta lækkanir á opinberum gjöldum og sköttum ganga áfram til neytenda. Kannanir og rannsóknir hafa sýnt að það gekk eftir, t.d. við niðurfellingu tolla og vörugjalda. Við skipum engum félagsmanni fyrir verkum eða stöndum fyrir einhverjum samstilltum aðgerðum um það hvernig fyrirtækin ráðstafa sínum fjármunum. Þetta er hins vegar okkar einlæga von um framgöngu málsins og eftirmál þess.“

Skylt efni: tollar verðlagsmál

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...