Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum
Fréttir 3. apríl 2017

Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt frétt North Star Genetics er búist við hækkandi verði á korni og sojabaunum á þessu ári eftir nokkuð langvarandi stöðnun. 
 
„Ef við horfum fram á veginn, þá erum við nú að upplifa gríðarlega eftirspunaraukningu á korni og sojabaunum um allan heim. Það á sérstaklega við um Kína,“ segir Al Kluis, forstjóri Kluis Commodities. 
„Í Kína hefur orðið aukin eftirspurn eftir próteini í takt við auknar tekjur landsmanna. Það hefur verið erfitt að ná einhverri framlegð út úr þessari framleiðslu á síðustu tveim árum, en með aukinni eftirspurn eru líkurnar góðar um að verð hækki og hagnaður aukist á árinu 2017.“ 
 
Vegna tregðu á markaði og birgðasöfnunar hefur aukinn hluti kornframleiðslunnar, ekki síst í Bandaríkjunum, farið í framleiðslu á lífeldsneyti eða etanóli. Búist er við að slík framleiðsla aukist enn frekar á þessu ári þrátt fyrir tiltölulega lágt verð og samdrátt í ræktun á korni. Gera má ráð fyrir að m.a. vegna þessa muni fljótlega skapast sú staða að gengið verði á birgðir og verð fari að hækka.  

Skylt efni: Korn | soja

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...