Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Benjy tvíkynhneigður
Fréttir 24. júlí 2015

Benjy tvíkynhneigður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tuddinn Benjy sem bjargað var frá slátrun á síðasta ári vegna þess að hann var talinn samkynhneigður er farinn að halla sér að kvígunum.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu var undaneldistuddanum Benjy bjargað frá slátrun eftir að kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á mökum við önnur naut en kýrnar sem hann átti að kelfa.

Talsvert fár varð þegar fréttist að til stæði að slátra tuddanum og breyta honum í Benjy-borgara vegna kynhvatar sinnar. Hófst söfnun sem ætlað var að tryggja að nautinu yrði ekki slátrað og það endaði sem hamborgari en fengi þess í stað að eyða ævinni á friðlandi fyrir dýr.

Söfnunin gekk vonum framar og á skömmum tíma söfnuðust hátt í 9 þúsund pund fyrir Benjy og tuddinn var fluttur í ný heimkynni. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.

Þrátt fyrir að klippt hafi verið á pípurnar og tuddinn þannig gerður ófrjór skömmu eftir að hann var fluttur í athvarfið hefur komið í ljós að hann er ekki við eina fjölina felldur og undanfarið hefur Benjy sýnt beiðandi kvígum mun meiri áhuga en Alex.

Skylt efni: Benjy

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun