Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Benjy tvíkynhneigður
Fréttir 24. júlí 2015

Benjy tvíkynhneigður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tuddinn Benjy sem bjargað var frá slátrun á síðasta ári vegna þess að hann var talinn samkynhneigður er farinn að halla sér að kvígunum.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu var undaneldistuddanum Benjy bjargað frá slátrun eftir að kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á mökum við önnur naut en kýrnar sem hann átti að kelfa.

Talsvert fár varð þegar fréttist að til stæði að slátra tuddanum og breyta honum í Benjy-borgara vegna kynhvatar sinnar. Hófst söfnun sem ætlað var að tryggja að nautinu yrði ekki slátrað og það endaði sem hamborgari en fengi þess í stað að eyða ævinni á friðlandi fyrir dýr.

Söfnunin gekk vonum framar og á skömmum tíma söfnuðust hátt í 9 þúsund pund fyrir Benjy og tuddinn var fluttur í ný heimkynni. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.

Þrátt fyrir að klippt hafi verið á pípurnar og tuddinn þannig gerður ófrjór skömmu eftir að hann var fluttur í athvarfið hefur komið í ljós að hann er ekki við eina fjölina felldur og undanfarið hefur Benjy sýnt beiðandi kvígum mun meiri áhuga en Alex.

Skylt efni: Benjy

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...