Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Benjy tvíkynhneigður
Fréttir 24. júlí 2015

Benjy tvíkynhneigður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tuddinn Benjy sem bjargað var frá slátrun á síðasta ári vegna þess að hann var talinn samkynhneigður er farinn að halla sér að kvígunum.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu var undaneldistuddanum Benjy bjargað frá slátrun eftir að kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á mökum við önnur naut en kýrnar sem hann átti að kelfa.

Talsvert fár varð þegar fréttist að til stæði að slátra tuddanum og breyta honum í Benjy-borgara vegna kynhvatar sinnar. Hófst söfnun sem ætlað var að tryggja að nautinu yrði ekki slátrað og það endaði sem hamborgari en fengi þess í stað að eyða ævinni á friðlandi fyrir dýr.

Söfnunin gekk vonum framar og á skömmum tíma söfnuðust hátt í 9 þúsund pund fyrir Benjy og tuddinn var fluttur í ný heimkynni. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.

Þrátt fyrir að klippt hafi verið á pípurnar og tuddinn þannig gerður ófrjór skömmu eftir að hann var fluttur í athvarfið hefur komið í ljós að hann er ekki við eina fjölina felldur og undanfarið hefur Benjy sýnt beiðandi kvígum mun meiri áhuga en Alex.

Skylt efni: Benjy

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...