Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Benjy tvíkynhneigður
Fréttir 24. júlí 2015

Benjy tvíkynhneigður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tuddinn Benjy sem bjargað var frá slátrun á síðasta ári vegna þess að hann var talinn samkynhneigður er farinn að halla sér að kvígunum.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu var undaneldistuddanum Benjy bjargað frá slátrun eftir að kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á mökum við önnur naut en kýrnar sem hann átti að kelfa.

Talsvert fár varð þegar fréttist að til stæði að slátra tuddanum og breyta honum í Benjy-borgara vegna kynhvatar sinnar. Hófst söfnun sem ætlað var að tryggja að nautinu yrði ekki slátrað og það endaði sem hamborgari en fengi þess í stað að eyða ævinni á friðlandi fyrir dýr.

Söfnunin gekk vonum framar og á skömmum tíma söfnuðust hátt í 9 þúsund pund fyrir Benjy og tuddinn var fluttur í ný heimkynni. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.

Þrátt fyrir að klippt hafi verið á pípurnar og tuddinn þannig gerður ófrjór skömmu eftir að hann var fluttur í athvarfið hefur komið í ljós að hann er ekki við eina fjölina felldur og undanfarið hefur Benjy sýnt beiðandi kvígum mun meiri áhuga en Alex.

Skylt efni: Benjy

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...